Enn að jafna sig eftir áfallið

Sprengingin sem varð í Beirút, höfuðborg Líbanons, fyrir nákvæmlega ári, varð yfir 200 manns að bana og særði um 6.500 til viðbótar. Um 300 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín.

Eftirlifendur hafa margir hverjir átt erfitt uppdráttar eftir hamfarirnar. AFP-fréttastofan náði tali af nokkrum þeirra, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar tala þeir um áfallið sem þeir urðu fyrir af völdum sprengingarinnar ógurlegu.

Þrátt fyrir mikil mótmæli heima fyrir og mikla óánægju hefur enginn sökudólgur fundist.

mbl.is