Dæmdur morðingi náðaður af Pútín

Anna Polit­kovskaja var skot­in til bana skammt frá heim­ili sínu …
Anna Polit­kovskaja var skot­in til bana skammt frá heim­ili sínu í Moskvu í októ­ber árið 2006. AFP

Fyrrverandi rússneskur lögreglumaður, sem var dæmdur árið 2006 fyrir morðið á blaðamanninum Önnu Polit­kovskaju, hefur verið náðaður eftir að hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu. 

Lögmaður mannsins greindi frá þessu í samtali við AFP-fréttaveituna. 

Hann segir að maðurinn, Sergei Khadsjikurbanov, hafi tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Úkraínustríðinu sem sérsveitarmaður. Þegar samningur hans rann út gaf forsetinn út tilskipun þar sem hann var náðaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert