Yfir 30 þúsund Palestínumenn verið drepnir

Palestínskur drengur gengur fram hjá húsarústum í flóttamannabúðunum Maghazi þar …
Palestínskur drengur gengur fram hjá húsarústum í flóttamannabúðunum Maghazi þar sem sprengjur Ísraelshers féllu. AFP

Yfir 30 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir á Gasasvæðinu síðan stríðið hófst á milli Hamas-samtakanna og Ísraels fyrir tæpum fimm mánuðum síðan.

Heilbrigðisráðuneytið á Gasasvæðinu, sem er rekið af Hamas, greindi frá þessu.

Að minnsta kosti 79 manns féllu í nótt í átökum víðs vegar um Gasasvæðið, að sögn heilbrigðisráðuneytisins.

Al-Shifa er stærsta sjúkrahúsið á Gasasvæðinu.
Al-Shifa er stærsta sjúkrahúsið á Gasasvæðinu. AFP

Alþjóðastofnanir og hjálparsamtök hafa varað við yfirvofandi hungursneyð á norðurhluta svæðisins.

Börn hafa látist á sjúkrahúsinu Al-Shifa í Gasaborg af völdum vannæringar, ofþornunar og víðtækrar hungursneyðar, að sögn Ashraf al-Qudra, talsmanns heilbrigðisráðuneytisins.

Hann kallaði eftir aðgerðum þegar í stað frá alþjóðastofnunum til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll.

Palestínsk stúlka heldur á skál með hrísgrjónum fyrir utan tjald …
Palestínsk stúlka heldur á skál með hrísgrjónum fyrir utan tjald sitt í flóttamannabúðum í Rafah á suðurhluta Gasasvæðisins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert