Mögulegt vopnahlé „innan 24 til 48 klukkustunda“

Frá Gasa í gær.
Frá Gasa í gær. AFP

Möguleiki er á að vopnahlé verði tryggt „innan 24 til 48 klukkustunda“ ef að Ísraelsmenn samþykkja kröfur Hamas, að sögn háttsetts fulltrúa innan hryðjuverkasamtakanna. 

Á meðal þess sem er krafist er að íbúar norðurhluta Gasa, sem hafa verið á flótta, fái að fara aftur til síns heima og aukin neyðaraðstoð. 

Friðarviðræður fara nú fram í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, og var greint frá því í gærkvöldi að ísraelsk stjórnvöld hefðu fallist á sex vikna vopnahlé. 

Í gær stóðu Bandaríkjamenn fyrir því, með aðstoð Jórdaníu, að nauðsynjum var kastað úr flugvél yfir Gasa. Þrjár herflugvélar sendu þannig frá sér meira en 30 þúsund máltíðir fyrir íbúa svæðisins. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að sendingarnar verði fleiri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert