Drónar og flugskeyti sögð koma frá öðrum þjóðum líka

USS Dwight D. Eisenhower er flugmóðuskip Bandaríkjamann á svæðinu.
USS Dwight D. Eisenhower er flugmóðuskip Bandaríkjamann á svæðinu.

Flugmóðurskip Bandaríkjanna er nærri Ísrael og er talið að Ísraelar muni óska eftir aðstoð þess við að verjast árásinni frá Íran.

ABC segir að drónarnir sem sendir hafa verið í átt að Ísrael séu 400-500 talsins. Hugmyndin er að járnskjöldur Ísraelsmanna (Iron dome) muni ekki ráða við álagið þannig að drónar muni komast í gegnum loftvarnirnar. Í ofanálag verða flugskeyti send í áttina áð Ísrael.

Staðfesting hefur borist frá írönskum yfirvöldum að árás hafi verið gerð.

Þá segir að á vef ABC að haft sé eftir hernaðarsérfræðingi úr her Bandaríkjamanna að  drónarnir muni einnig koma frá Líbanon, Írak og Sýrlandi þó megnið af þeim komi frá Íran. Eins er ekki talið útilokað að Hútar frá Jemen muni taka þátt í árásinni með að sena árásardróna og flugskeyti. 

Búist er við því að árásin vari langt inn í nóttina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert