Segjast gera árásir á lönd sem opna lofthelgi sína

Lofthelgi hefur verið lokað í Ísrael, Jórdaníu, Írak og Líbanon.
Lofthelgi hefur verið lokað í Ísrael, Jórdaníu, Írak og Líbanon. Mynd/Flightradar24

Lofthelgi Ísrael, Jórdaníu, Írak og Líbanon hefur verið lokað. Þetta kemur fram á Flightradar 24. 

Varnarmálaráðherra Írans, Mohammad Rexa Ashtiani, hefur varað lönd frá því að opna lofthelgi í þágu Ísraels. 

„Hvaða land sem opnar fyrir lofthelgi sína eða hleypir Ísrael í gegnum landamæri sín til þess að ráðast á Íran má eiga von á afgerandi viðbrögðum frá okkur,“ segir Ashtiani. mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert