„Hernaðaraðgerðinni er ekki lokið“

Yoav Gallant á blaðamannafundi í desember.
Yoav Gallant á blaðamannafundi í desember. AFP/Alberto Pizzoli

Ísraelsmenn segja að árásum Írana sé enn ekki lokið, þó Íranar segi svo vera. Ísralesher náði að miklu leyti að koma í veg fyrir árásina.

Að minnsta kosti 12 eru særðir, að sögn Ísraela, eftir að íranski herinn skaut fleiri en 300 árásardónum og flugskeytum að Ísrael í fordæmalausum árásum í nótt. 

„Árás Írana var hindruð,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, í sjónvarpsávarpi í morgun. Engin þeirra flygilda sem beint var að Ísrael komst inn á ísraelska lofthelgi að undanskildum „fáum“ flugskeytum, að hans sögn.

Verða að vera á varbergi

Jóav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels sagði í yfirlýsingu: „Í samvinnu við Bandaríkin og aðra bandamenn náðum við að vernda landsvæði Ísraelsríkis.“

Stjórnvöld um víða veröld hafa fordæmt árásina. Íranar hafa nefnt árásina „heiðarlegt loforð“ og segja henni lokið.

Gallant bætti við: „Hernaðaraðgerðinni er ekki lokið – við verðum að vera á varbergi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert