Myndskeið: Turnspíran fellur til jarðar

AFP/Emil Helms

Turnspíran sem var eitt helsta kennileiti sögufrægu byggingarinnar Børsen féll til jarðar í morgun eftir að eldur braust út.

Byggingin stendur nú í ljósum logum og hefur hluti af þakinu fallið niður. Lögreglan hefur lokað svæðið af umhverfis bygginguna og er fjölmennt lið viðbragðsaðila á svæðinu.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá augnablikið þegar turnspíran gaf sig og féll til jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert