Bræddu gullið og seldu það

Lögreglan leitar enn að fyrrverandi starfsmanni Air Canada sem hún …
Lögreglan leitar enn að fyrrverandi starfsmanni Air Canada sem hún segir að hafi hjálpað þjófunum. AFP

Níu manns hafa verið handteknir og handtökuskipanir hafa verið gefnar úr á hendur þremur öðrum í þjófnaðarmáli sem átti sér stað á Pearson-alþjóðaflugvellinum í Toronto í Kanada fyrir ári síðan.

Frá þessu greindu kanadískir embættismenn í dag en þjófarnir stálu gámi fullum af gullstöngum og peningum. Verðmætið var talið vera 20 milljónir kanadískra dollara, sem jafngildir rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna.

Lögreglan hefur aðeins endurheimt sex gullstangir að verðmæti yfir 65 þúsund kanadískra dollara en varningnum var stolið úr geymslurými flugvallarins. Hann hafði þá nýlega verið kominn til Toronto í flugi frá Zürich í Sviss áður en honum var stolið.

Notuðu ágóðann til að kaupa ólögleg skotvopn

Lögreglan telur að þjófarnir hafi brætt gullið og selt það og notað ágóðann til að kaupa ólögleg skotvopn sem hluta af mansali.

Mike Mavity lögreglustjóri segir að hald hafi verið lagt á 312.000 dollara í reiðufé sem er talið vera hluti af þeim gróða sem þeir grunuðu hafi aflað sér eftir að hafa selt gullið. Lögreglan lagði einnig hald á bræðslupotta, afsteypur og mót sem lögregla telur að hafi verið notað til að breyta samsetningu gullstanganna.

Lögreglan leitar enn að fyrrverandi starfsmanni Air Canada sem hún segir að hafi hjálpað þjófunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert