Í mál við Air Canada eftir þjófnað á gulli og peningum

Air Canada hefur verið stefnt af bandarísku öryggisfyrirtæki.
Air Canada hefur verið stefnt af bandarísku öryggisfyrirtæki. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Bandaríska öryggisfyrirtækið, Brink's International, hefur höfðað mál á hendur kanadíska flugfélaginu Air Canada vegna gullstanga og hárrar peningaupphæðar sem stolið var frá flugvellinum í Toronto í Kanada í apríl í vor.

Brink's International heldur því fram að flugfélagið hafi sýnt mikið kæruleysi með því að koma ekki í veg fyrir þjófnaðinn.

Gullstangirnar og peningunum sem stolið var að verðmæti 15 milljónir dollara, sem jafngildir rúmum 2 milljörðum íslenskra króna. Varningurinn hafði nýlega verið kominn til Toronto í flugi frá Zürich í Sviss áður en honum var stolið. Þjófnaðurinn er talinn vera eitt sá stærsti í sögu Kanada.

Gullstangirnar vógu rúmlega 400 kíló og þá voru 2 milljónir dollara í reiðufé. Þjófnaðurinn er enn óupplýstur hjá lögreglunni en hann átti sér stað 42 mínútum eftir að varningurinn var losaður úr flugvélinni á Toronto Pearson alþjóðaflugvellinum í Toronto. Eftir að hann var affermaður er því haldið fram að óþekktur maður hafi komist inn í vörugeymsluna þar sem verðmætin voru geymd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert