Frekari ögrun leiðir til hertra aðgerða

Herþota af tegundinni F-16 á flugvelli herstöðvar í Taívan í …
Herþota af tegundinni F-16 á flugvelli herstöðvar í Taívan í morgun. AFP/Yashuyoshi Chiba

Kínverjar segja stjórnvöld í Taívan vera að ýta eyjunni út í „háskalegt ástand stríðs og hættu“. Heræfingar þeirra fara nú fram í kringum Taívan.

„Síðan hann tók við embætti hefur leiðtogi Taívans ögrað einu meginreglu Kína...og ýtt félögum okkar í Taívan út í háskalegt ástand stríðs og hættu,“ sagði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína, Wu Qian, í tilkynningu.

Síðastliðinn mánu­dag sagði nýr for­seti Taívans, Lai Ching-te, þegar hann sór embættiseið að já­kvæðar horf­ur væru í lýðræðis­sögu eyj­ar­inn­ar og hét hann því að verja lýðræði henn­ar. Kínverjar brugðust við með því að efna til heræfinganna. 

Talsmaðurinn varaði einnig við því að mótaðgerðir Kína gegn Taívan myndu ganga lengra ef stjórnvöld í landinu halda áfram að tala opinberlega um sjálfstæði eyjarinnar. 

„Í hvert sinn sem okkur er ögrað með „sjálfstæði Taívans“ þá munum við stíga einu skrefi lengra í mótaðgerðum okkar þangað til algjör sameining við föðurlandið næst á nýjan leik,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert