Forseti Taívans: Frelsi og lýðræði í fyrirrúmi

Lai Ching-te þegar hann sór embættiseið sem forseti fyrr í …
Lai Ching-te þegar hann sór embættiseið sem forseti fyrr í vikunni. AFP

Lai Ching-te, forseti Taívans, segist ætla að „standa í víglínunni” til að verja eyjuna. Heræfingar Kínverja standa nú yfir í Taívan-sundi.

„Ég mun standa í víglínunni með bræðrum okkar og systrum í hernum til að við getum varið í sameiningu þjóðaröryggi okkar,” sagði forsetinn í herstöð í Taívan, án þess að vísa beint í heræfingar Kínverja.

„Þegar við stöndum frammi fyrir utanaðkomandi áskorunum og ógn munum við halda áfram að verja gildi okkar sem snúast um frelsi og lýðræði og standa vörð um frið og stöðugleika á svæðinu,” bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert