Xi og Biden ræddu saman

Xi Jinping, forseti Kína, og Joe Biden Bandaríkjaforseti fyrr á …
Xi Jinping, forseti Kína, og Joe Biden Bandaríkjaforseti fyrr á árinu. AFP/Saul Loeb

Xi Jinping, forseti Kína, og Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddu saman símleiðis í dag, að sögn kínverska ríkissjónvarpsins.

Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa verið spennuþrungin síðustu ár, einkum í tengslum við sjálfstæði Taívan.

Aftur á móti hafa stjórnvöld hvor sínu megin við Kyrrahaf reynt upp á síðkastið að lægja öldurnar í stormasömu sambandi stórveldanna tveggja.

Blinken og Yellen á leið til Kína

„Þjóðarleiðtogarnir tveir áttu í opinskáum og ítarlegum skoðanaskiptum um samband Kína og Bandaríkjanna og mál sem varða báðar hliðar,“ segir í frétt CCTV.

Er þetta í fyrsta sinn frá því í nóvember sem Xi og Biden ræða saman en þá funduðu þeir í persónu í San Francisco.

Bandarískur ráðamaður sagði einnig fjölmiðlum í dag að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Janet Yellen, fjár­málaráðherra Bandaríkjanna, myndu heimsækja Kína á komandi vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka