Að minnsta kosti 12 látnir

Að minnsta kosti tólf létust.
Að minnsta kosti tólf létust. AFP

Að minnsta kosti tólf létust og 43 særðust í eldsvoða í byggingarvöruverslun í Karkív-borg í Úkraínu eftir loftárásir Rússa í gær.

Eldurinn braust út í Epicentr K versluninni í norðurhluta borgarinnar. 

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti greindi frá því að um 200 manns hefðu verið í byggingunni þegar að tvær stýriflaugar hæfðu hana. Eldur breiddist út í kjölfarið.

„Einungis brjálæðingar líkt og [Rússlandsforseti Vladimír] Pútín eru færir um að drepa og hræða fólk á þennan hátt,“ sagði Selenskí. 

Eldur breiddist út í versluninni í kjölfar árásarinnar.
Eldur breiddist út í versluninni í kjölfar árásarinnar. AFP

„Þetta gerðist allt í einu“

Lyubov, ræsitæknir í versluninni, greindi frá því hvernig hún komst út úr byggingunni. 

„Þetta gerðist allt í einu. Við skildum ekkert í fyrstu, allt varð dimmt og síðan byrjaði allt að detta á höfuð á okkar,“ sagði hún. 

„Það var gott að það kviknaði ljós á símanum mínum, þökk sé vasaljósinu gat ég áttað mig á hvert ég átti að fara, en fyrir framan okkur var allt að brenna nú þegar.“

Ríkisfjölmiðill Rússlands greindi frá því að árásin hefði eyðilagt hernaðarskotmörk inn í byggingunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert