Sjónlistarverðlaunin veitt

Steina Vasulka, Steingrímur Eyfjörð og Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir.
Steina Vasulka, Steingrímur Eyfjörð og Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir. mbl.is/Skapti

Sjónlistarverðlaunin voru veitt í kvöld í Flugsafni Íslands á Akureyri. Steina Vasulka fékk heiðursorðu Sjónlistar fyrir framlag sitt til sjónlistanna.

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir fékk sjónlistarverðlaunin í flokki hönnunar fyrir fimm skartgripalínur sem kynntar voru á síðasta ári og bera nöfnin Agla, Brynja, Fold, Salka og Gerður. 

Þá fékk Steingrímur Eyfjörð sjónlistarverðlaunin í flokki myndlistar fyrir sýninguna Lóan er komin á Feneyjartvíæringnum 2007.

Hvor listamaður um sig fékk tvær milljónir króna en þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og hönnunar hér á landi. 

Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menntamálaráðuneytis, Iðnar- og viðskiptaráðuneytis, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hönnunarmiðstöð Íslands, Sjónvarpsins, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands, Menningarmiðstöðvar Listagilsins og Listasafnins á Akureyri, sem átti frumvæðið að því að koma verðlaununum á fót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær