Grunsemdir um njósnir á Alþingi

mbl.is/Ómar

Starfsmenn Alþingis kvöddu lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á sinn fund í febrúar í fyrra, eftir að fartölva fannst í auðu herbergi í húsnæði á vegum Alþingis við Austurstræti.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að lögreglan hafi tekið tölvuna til rannsóknar, en grunur lék á að henni hefði verið komið fyrir til þess að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis, hlaða niður gögnum og senda í aðra tölvu. Búið var að má öll auðkenni af tölvunni, öll númer og þess háttar, þannig að það var ekki hægt að rekja hver átti hana. Líklegt er talið að tölvan hafi verið þannig stillt að gögn í tölvunni hafi eyðst við það að hún var tekin úr sambandi.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var tölvan þannig stillt að starfsmenn tölvudeildar Alþingis og lögreglunnar töldu líklegt að henni hefði verið komið fyrir í ólögmætum tilgangi. Í hópi þeirra sem rannsökuðu málið var talið líklegt að miklir tölvusérfræðingar hefðu útbúið tölvuna með þeim hætti sem hún var útbúin. Jafnvel leikur grunur á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst.

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að starfsmenn Alþingis hafi litið tölvufundinn mjög alvarlegum augum. „Við fórum yfir öll okkar öryggismál í kjölfar þessa fundar. Við höfum gert nýja viðbragðsáætlun og yfirfarið öll okkar öryggiskerfi, styrkt þau og bætt,“ segir Helgi.

Hann segir að vitaskuld sé þetta afskaplega óþægilegt mál, en telur harla ólíklegt að slíkt geti endurtekið sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Föstudaginn 17. september