Styrkja starfsfólk til að skilja bílinn eftir heima

Starfsmenn skuldbinda sig til að hjóla, ganga eða taka strætó ...
Starfsmenn skuldbinda sig til að hjóla, ganga eða taka strætó í vinnuna.

Færst hefur í aukana að fyrirtæki geri samgöngusamninga við starfsfólk sitt og veiti því þá svokallaða samgöngustyrki. Þá skuldbinda starfsmennirnir sig til að hvíla einkabílinn og hjóla, ganga eða taka strætó í vinnuna í ákveðið mörg skipti í viku.

„Ríkisskattstjóri hefur heimilað að maður megi njóta greiðslu frá launagreiðanda upp á fimm þúsund krónur á mánuði, eða 60 þúsund krónur á ári, án þess að það sé greiddur skattur af henni, til að mæta kostnaðinum af því að kaupa strætómiða, nagladekk á hjólin eða hvað sem þú þarft að gera til að komast í vinnuna,“ segir Sesselja Traustadóttir, verkefnisstjóri hjá Hjólafærni og stjórnarmaður hjá Landssamtökum hjólreiðamanna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún Reykjavíkurborg hafa riðið á vaðið með samgöngusamningana á samgönguviku fyrir þremur árum. Skömmu síðar hafi verkfræðistofan Mannvit tekið upp á því að bjóða starfsmönnum sínum samgöngustyrki, sem samsvari kostnaði við mánaðarkort í strætó, og í kjölfarið fylgdu Matís, Landsbankinn, Iceland Express, Vegagerðin o.fl.

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær