Davíð vinsælastur

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun DV er Davíð Oddsson forsætisráðherra vinsælastur íslenskra stjórnmálamanna en Finnur Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra óvinsælastur.

Könnunin var framkvæmd á þann hátt að 600 manna úrtak var annars vegar spurt að því á hvaða stjórnmálamanni það hefði mest álit og hins vegar á hvaða stjórnmálmanni það hefði minnst álit. 66% aðspurðra tóku afstöðu í könnuninni. Vinsælustu stjórnmálamennirnir eru samkvæmt þessu Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Sverrir Hermannsson. Finnur Ingólfsson, Davíð Oddsson, Sverrir Hermannsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ingibjörg Pálmadóttir og Halldór Blöndal eru hins vegar óvinsælust samkvæmt könnuninni.
mbl.is