Sjálfstætt fólk valin bók aldarinnar á Íslandi

Halldór Laxness.
Halldór Laxness.

Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness var valin bók aldarinnar í könnun Bókasambandsins í síðasta mánuði en úrslitin voru tilkynnt í dag. Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness varð í 2. sæti og Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson í 3. sæti.

Alls greiddu um 3.300 atkvæði í kosningunni og nefndu alls 964 titla. Úrslitin voru mjög afgerandi og fékk Sjálfstætt fólk nær tvöfalt fleiri atkvæði en Íslandsklukkan. Í sætum 4-10 komu Heimsljós, eftir Halldór Laxness, Nóttin lifnar við og Margt býr í myrkrinu eftir Þorgrím Þráinsson, Salka Valka eftir Halldór Laxness, Híbýli vindanna/Lífsins tré, eftir Böðvar Guðmundsson, Gæsahúð eftir Helga Jónsson og Aldrei að vita, eftir Guðrúnu Helgadóttur. Helmingur þeirra sem greiddu atkvæði voru unglingar en fjórar af ofangreindum bókum eru unglingabækur.
mbl.is