Geðrækt ekki síður mikilvæg en líkamsrækt

Skilningsleysi á geðsjúkdómum veldur fordómum en stundum eru sjúklingarnir sjálfir verstu dómararnir. Hrönn Marinósdóttir ræddi við iðjuþjálfa sem segir geðrækt ekki síður mikilvæga en líkamsrækt. Fordóma gagnvart geðsjúkum má kannski rekja allt til sautjándu aldar, til hinnar svokölluðu skynsemisaldar þegar sturlun var talin andstæða skynsemi. Á Vesturlöndum urðu þá til tveir hópar manna: skynsamir og óskynsamir. Geðsjúklingarnir höfðu áður verið hluti af samfélaginu en voru nú fyrst innilokaðir á hælum sem byggð voru fyrir holdsveika en sá sjúkdómur var þá í rénun. Ætli tímarnir hafi breyst eða er fólk með geðræn vandamál enn útilokað frá samfélaginu? Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðumaður iðjuþjálfunar á geðdeild Landspítalans og lektor við Háskólann á Akureyri, segir fordóma og skort á umburðarlyndi gagnvart fólki sem þjáist af geðrænum kvillum vera algenga hér á landi. "Það er hluti af geðvernd að láta í sér heyra og reyna að hafa áhrif á umhverfi sitt," segir Elín Ebba. "Af ótta við fordæmingu eru fáir hins vegar nægilega kjarkaðir til þess að koma fram undir nafni, þeir eru hræddir um að eyðileggja fyrir sér framtíðina." Erfitt er að mati Elínar Ebbu að skilja hvers vegna fremur sé litið niður á fólk sem á í vandræðum með tilfinningar sínar en þá sem þjást af hjartasjúkdómum svo dæmi sé tekið. "Almenningsálitið er að geðsjúkir séu ofbeldishneigðir, fjölmiðlar láta það oft fylgja fréttinni ef geðsjúkur maður ræðst á annan en aldrei er tekið fram ef afbrotamaðurinn er með sykursýki! Staðreyndin er sú að ofbeldi er síst algengara hjá geðsjúkum en öðru fólki. Ég gæti til dæmis verið í meiri hættu á Laugaveginum en hér inni á geðdeild. Geðsjúkir eru upp til hópa mjög ljúft fólk, traustsins verðir og ekkert öðruvísi í útliti en aðrir, eins og oft er haldið fram í kvikmyndum." Margt hefur þó breyst til batnaðar í þjóðfélaginu, að mati Elínar Ebbu, umræðan er orðin meiri og átak Landlæknisembættisins hefur skilað árangri. "Fleiri leita sér aðstoðar áður en í algjört óefni er komið. Þeir koma meðal annars á göngudeild geðdeildar við Hringbraut og fá hjálp í stað þess að bíða of lengi og þurfa kannski að leggjast inn á spítala. Aukning hefur einkum orðið meðal yngra fólks. Hluti af göngudeildarsjúklingum er beint í iðþjuþjálfun til frekari greiningar og mats." Kvíin hans Keikós Daglega sækja um 40 manns iðjuþjálfun á geðdeild Landspítalans við Hringbraut en þar fer fram þjálfun, mat, greining og ráðgjöf. Líta má á iðjuþjálfunina eins og kvína hans Keikós," segir Elín Ebba. "Margir eru hér tímabundið áður en það tekur þátt í lífsins ólgu sjó á ný." Í iðjuþjálfun er stuðlað að uppbyggingu sjálfsmats og sjálfsbjargarviðleitni fólks en margir með geðsjúkdóma þurfa meira en lyf og viðtalsmeðferð, að sögn Elínar Ebbu. "Vandamálin eru mjög einstaklingsbundin og oft flókin. Greind er færni fólks til iðju sem flestum þykir sjálfsögð svo sem að mæta dag hvern í vinnu eða skóla, sinna foreldrahlutverki, tómstundum og þar fram eftir götunum. Margir geðsjúkir eiga erfitt með að koma sér upp dagskipulagi, þeir þurfa aðstoð og stuðning til þess að koma sér af stað." Aðstaðan í iðjuþjálfuninni er góð en þar getur fólk sinnt vinnu eða tómstundum, fengið starfsþjálfun, félagslega þjálfun og aukið samskiptahæfni. Lestraraðstaða með tölvum er fyrir fólk sem stundar nám. Elín Ebba segir markmiðið að ná til fólks áður en það flosnar uppúr vinnu eða skóla. "Það skiptir svo miklu máli að ná til fólks áður en sjálfsímyndin hefur beðið hnekki. Fólk með lélegt sjálfsmat á erfitt með að tjá sig sem áhrif hefur á samskiptahæfni og daglegt líf." Greining tekur minnst tvær vikur, að sögn Elínar Ebbu, og ef fólk er tilbúið í þjálfun dvelur það í iðjuþjálfun mismunandi lengi eftir þörfum. Geðheilsuspillandi umhverfi Fordómar gagnvart geðrænum sjúkdómum eru ekkert séríslenskt vandamál, að sögn Elínar Ebbu. "Í breskri könnun kemur meðal annars fram að 34% geðsjúkra hafa þurft að hætta í vinnu jafnvel þótt þeir hafi viljað starfa áfram en vegna neikvæðni og vantrúar á hæfileikum þeirra hafa þeir ekki fengið tækifæri. Samkvæmt sömu könnun misstu 26% húsnæði sitt vegna geðsjúkdóma. Ég efast um að ástandið sé skárra hérlendis. Í þjóðfélaginu skortir umburðarlyndi gagnvart geðsýki," segir hún. "Stjórnendur fyrirtækja gætu til dæmis boðið starfsmönnum með geðsjúkdóma að minnka við sig vinnu tímabundið, slíkt getur skipt sköpum. Eins að leita eftir sérfræðiaðstoð fyrir vinnustaðinn í heild, farsælast er að einangra ekki vandamálið við einn einstakling. Umhverfið getur verið geðheilsuspillandi og geðheilsuverndandi. Ef ekki fæst réttur stuðningur frá vinnustaðnum getur sjálfstraustið brotnað niður hjá viðkomandi á mjög skömmum tíma." Vel efnaðir betur staddir Geðvernd felst í að hafa val, að mati Elínar Ebbu en hér á landi hafa efnaðir fleiri valmöguleika. "Þeir geta svo dæmi sé tekið valið á milli þess að fara til geðlæknis eða sálfræðings en hinir ekki þar sem Tryggingastofnun ríkisins niðurgreiðir ekki sálfræðikostnað. Það er oft nauðsynlegt að auka innsæi fólks, færni og sjálfstraust sem aðrir fagaðilar en læknar hafa sérhæft sig í. Slík þjónusta getur verið tímafrek og nútímaþjóðfélagið vill ekki að hlutir taki tíma. Fremur er byggt á lausnum sem virka fljótt en minni áhersla lögð á endingartímann." Geðheilsa undirstaða heilbrigðis Góð geðheilsa er undirstaða heibrigðis og vellíðunar, að mati Elínar Ebbu, en minna er lagt upp úr geðrækt í okkar samfélagi en líkamsrækt. "Æ fleiri rannsóknir styðja að undirrót flestra meina er langvarandi streita. Það truflar líkamsstarfsemina ef viðvörunarkerfið er alltaf í gangi og það getur leitt til andlegra sem og líkamlegra sjúkdóma. Margt er streituvaldandi í okkar umhverfi, jafnvel jákvæðir þættir eins og að gifta sig, eiga börn og kaupa sér bíl og íbúð. Misjafnt er hve fólk þolir vel streitu af lífeðlislegum ástæðum, en sálfræðileg áföll verða einnig til þess að veikja mótstöðukerfið, svo og ýmsir félagslegir og umhverfislegir þættir, til dæmis fátækt, atvinnuleysi, kyn og kynþáttur." Geðheilsuefling miðar að því að gera fólk meðvitaðra um hvað getur styrkt það til dæmis í streitustjórnun, að sögn Elínar Ebbu sem segir flesta hafa skilning á mikilvægi hreyfingar, holls mataræðis, nægs svefns og að halda sig frá vímugjöfum. "Það er mjög mikilvægt til þess að halda góðri geðheilsu en færri hugsa um að sinna tilfinningalegum þörfum sem snúast oft um að tjá tilfinningar sínar og tala um líðan sína. Taka þarf rétt á málum strax í barnsæsku, í skóla og á heimilum. Umsjón barna ætti að kenna á framhaldsskólastigi. Geðheilsuefling tengist einnig því vitræna sem margir fullnægja í skóla eða vinnu eða með áhugamálum. Geðsjúkir, sem ekki geta unnið, stundað skóla eða haft áhugamál, eru oft illa staddir að þessu leyti. Andlega þörfin er ekki síður mikilvæg sem fólk fullnægir oft í gegnum trúarbrögð, góðgerðarstarfsemi eða hvaðeina sem hefur gildi og þýðingu fyrir einstaklinginn." Geðrækt er því ekki síður mikilvæg en líkamsrækt, að mati Elínar Ebbu. "Líkamsrækt er nú í tísku en ég er viss um að geðheilsuefling verður vinsæl eftir nokkur ár. Undirstaða almenns velfarnaðar er að hafa geðheilsuna í lagi."

Innlent »

Svíður að málið sé ekki klárað

10:55 „Mér finnst það dapurlegt ef menn telja sig búna að skoða öll börn vegna þess að það er ekki búið og við vitum það alveg,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Meira »

Bjúgun eyðilögðust

09:42 Nokkur hundruð bjúgu eyðilögðust þegar kviknaði í reykkofa á Kvíabryggju í gær en ekkert hangikjöt líkt og mishermt var í gær. Nýr reykkofi verður byggður, samkvæmt Facebook-færslu Fangelsismálastofnunar. Meira »

Margrét tilnefnd fyrir Flateyjargátuna

09:21 Margrét Örnólfsdóttir er meðal sex handritshöfunda sem tilnefndir eru til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Tilnefninguna hlýtur hún fyrir sjónvarpsþáttaröðina Flateyjargátuna. Meira »

Íbúar beðnir um að vera vel á verði

09:10 Brotist var inn á 142 stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og hefur innbrotatilkynningum fjölgað mikið. Hlutfallslega fjölgar innbrotum í heimahús mest. Lögreglan biður fólk um að vera vel á verði og gæta vel að verðmætum. Meira »

Framkvæmdir við varnarvirki í útboð

08:18 Fyrirhugað er að bjóða út verkframkvæmd við varnarvirki neðan Urðarbotns og Sniðgils í Norðfirði um mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári. Meira »

Kaupa þrjá dráttarbáta

07:57 Öflugir dráttarbátar bættust nýverið í flotann er Icetug keypti þrjá slíka frá Hollandi. Bátarnir eru 30 metrar að lengd og átta metra breiðir. Þeir hafa fengið nöfnin Herkúles, Grettir og Kolbeinn grön. Meira »

Ræða skipulag loðnurannsókna

07:37 Samráðshópur Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa hittist á fundi í vikulokin þar sem m.a. verður rætt um framhald loðnumælinga í janúar. Meira »

Slydda á aðfangadag

06:36 Veðurspáin gerir ráð fyrir kólnandi veðri á landinu og frosti um allt land á Þorláksmessu. Á aðfangadag er spáð rigningu eða slyddu. Meira »

Útköll vegna veðurs í Reykjavík

05:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gærkvöldi tengdu rokinu. Meðal annars fuku þakplötur og stórt tré riðaði til falls. Meira »

Grýtti bifreið í miðborginni

05:43 Lögreglan handtók mann í gærkvöldi sem var að grýta bifreið í miðborginni en hann var í annarlegu ástandi. Þrír ökumenn voru stöðvaðir sem allir voru undir áhrifum vímuefna. Tveir fíkniefna og einn lyfja. Sá síðastnefndi olli umferðaróhappi með aksturslagi sínu. Meira »

Bjartara yfir skuldabréfaeigendum

05:30 Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins eru skilmálabreytingar á skuldabréfaútgáfu flugfélagsins WOW air töluvert betri en margir héldu fram að þær yrðu. Meira »

Dregur úr hvata til að byggja

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) reikna með að veiking krónunnar muni birtast í hækkandi verði innfluttra byggingarefna á næstu mánuðum. Það ásamt öðrum þáttum muni leiða til frekari hækkunar byggingarvísitölu. Ætti sú þróun að öðru óbreyttu að auka kostnað við smíði íbúða. Meira »

Einn merkasti minjastaður Íslands

05:30 Minjastofnun kveður fast að orði um gildi Víkurgarðs, hins forna kirkjugarðs í miðbænum, í tillögu sinni sem fram kemur í bréfi til mennta- og menningarmálaráðherra um sérstaka friðlýsingu garðsins. Meira »

Stór samningur Mentis Cura í Japan

05:30 Norsk-íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Mentis Cura undirritaði í gær stóran samning við japanska fyrirtækið Nihon Medi-Physics. Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv segir að verðmæti samningsins sé nærri einn milljarður norskra króna (nærri 14 milljarðar íslenskra króna) á næstu tíu árum. Meira »

Háskólinn fær Setberg

05:30 Fulltrúar Þjóðminjasafns Íslands munu næstkomandi fimmtudag afhenda Háskóla Íslands húsið Setberg, sem stendur skammt norðan við aðalbyggingu HÍ, aftur til afnota, en þar hafa aðalskrifstofur safnsins verið undanfarin ár. Á vegum HÍ verður húsið nýtt fyrir margvíslegt þróunarstarf í kennsluháttum. Meira »

Umsóknum um vernd fækkar

05:30 Alls sóttu 78 manns um vernd á Íslandi í síðasta mánuði, samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun. Er það fækkun milli mánaða þar sem 100 manns sóttu um vernd í októbermánuði hérlendis. Meira »

Andlát: Eyþór Þorláksson

05:30 Eyþór Þorláksson, gítarleikari, lést 14. desember sl. á öldrunarlækningadeild K-1 á Landakotsspítala, 88 ára að aldri.   Meira »

Reykkofi á Kvíabryggju brann

Í gær, 23:31 Reykkofi fangelsisins á Kvíabryggju á Snæfellsnesi brann í kvöld og er ónýtur, samkvæmt frétt héraðsfréttamiðilsins Skessuhorns um málið. Meira »

Líkur á aurskriðum og krapaflóðum

Í gær, 22:59 Veðurstofan spáir áframhaldandi rigningu og vatnavöxtum í ám á Austfjörðum og auknum líkum á aurskriðum og krapaflóðum.  Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...