Geðrækt ekki síður mikilvæg en líkamsrækt

Skilningsleysi á geðsjúkdómum veldur fordómum en stundum eru sjúklingarnir sjálfir verstu dómararnir. Hrönn Marinósdóttir ræddi við iðjuþjálfa sem segir geðrækt ekki síður mikilvæga en líkamsrækt. Fordóma gagnvart geðsjúkum má kannski rekja allt til sautjándu aldar, til hinnar svokölluðu skynsemisaldar þegar sturlun var talin andstæða skynsemi. Á Vesturlöndum urðu þá til tveir hópar manna: skynsamir og óskynsamir. Geðsjúklingarnir höfðu áður verið hluti af samfélaginu en voru nú fyrst innilokaðir á hælum sem byggð voru fyrir holdsveika en sá sjúkdómur var þá í rénun. Ætli tímarnir hafi breyst eða er fólk með geðræn vandamál enn útilokað frá samfélaginu? Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðumaður iðjuþjálfunar á geðdeild Landspítalans og lektor við Háskólann á Akureyri, segir fordóma og skort á umburðarlyndi gagnvart fólki sem þjáist af geðrænum kvillum vera algenga hér á landi. "Það er hluti af geðvernd að láta í sér heyra og reyna að hafa áhrif á umhverfi sitt," segir Elín Ebba. "Af ótta við fordæmingu eru fáir hins vegar nægilega kjarkaðir til þess að koma fram undir nafni, þeir eru hræddir um að eyðileggja fyrir sér framtíðina." Erfitt er að mati Elínar Ebbu að skilja hvers vegna fremur sé litið niður á fólk sem á í vandræðum með tilfinningar sínar en þá sem þjást af hjartasjúkdómum svo dæmi sé tekið. "Almenningsálitið er að geðsjúkir séu ofbeldishneigðir, fjölmiðlar láta það oft fylgja fréttinni ef geðsjúkur maður ræðst á annan en aldrei er tekið fram ef afbrotamaðurinn er með sykursýki! Staðreyndin er sú að ofbeldi er síst algengara hjá geðsjúkum en öðru fólki. Ég gæti til dæmis verið í meiri hættu á Laugaveginum en hér inni á geðdeild. Geðsjúkir eru upp til hópa mjög ljúft fólk, traustsins verðir og ekkert öðruvísi í útliti en aðrir, eins og oft er haldið fram í kvikmyndum." Margt hefur þó breyst til batnaðar í þjóðfélaginu, að mati Elínar Ebbu, umræðan er orðin meiri og átak Landlæknisembættisins hefur skilað árangri. "Fleiri leita sér aðstoðar áður en í algjört óefni er komið. Þeir koma meðal annars á göngudeild geðdeildar við Hringbraut og fá hjálp í stað þess að bíða of lengi og þurfa kannski að leggjast inn á spítala. Aukning hefur einkum orðið meðal yngra fólks. Hluti af göngudeildarsjúklingum er beint í iðþjuþjálfun til frekari greiningar og mats." Kvíin hans Keikós Daglega sækja um 40 manns iðjuþjálfun á geðdeild Landspítalans við Hringbraut en þar fer fram þjálfun, mat, greining og ráðgjöf. Líta má á iðjuþjálfunina eins og kvína hans Keikós," segir Elín Ebba. "Margir eru hér tímabundið áður en það tekur þátt í lífsins ólgu sjó á ný." Í iðjuþjálfun er stuðlað að uppbyggingu sjálfsmats og sjálfsbjargarviðleitni fólks en margir með geðsjúkdóma þurfa meira en lyf og viðtalsmeðferð, að sögn Elínar Ebbu. "Vandamálin eru mjög einstaklingsbundin og oft flókin. Greind er færni fólks til iðju sem flestum þykir sjálfsögð svo sem að mæta dag hvern í vinnu eða skóla, sinna foreldrahlutverki, tómstundum og þar fram eftir götunum. Margir geðsjúkir eiga erfitt með að koma sér upp dagskipulagi, þeir þurfa aðstoð og stuðning til þess að koma sér af stað." Aðstaðan í iðjuþjálfuninni er góð en þar getur fólk sinnt vinnu eða tómstundum, fengið starfsþjálfun, félagslega þjálfun og aukið samskiptahæfni. Lestraraðstaða með tölvum er fyrir fólk sem stundar nám. Elín Ebba segir markmiðið að ná til fólks áður en það flosnar uppúr vinnu eða skóla. "Það skiptir svo miklu máli að ná til fólks áður en sjálfsímyndin hefur beðið hnekki. Fólk með lélegt sjálfsmat á erfitt með að tjá sig sem áhrif hefur á samskiptahæfni og daglegt líf." Greining tekur minnst tvær vikur, að sögn Elínar Ebbu, og ef fólk er tilbúið í þjálfun dvelur það í iðjuþjálfun mismunandi lengi eftir þörfum. Geðheilsuspillandi umhverfi Fordómar gagnvart geðrænum sjúkdómum eru ekkert séríslenskt vandamál, að sögn Elínar Ebbu. "Í breskri könnun kemur meðal annars fram að 34% geðsjúkra hafa þurft að hætta í vinnu jafnvel þótt þeir hafi viljað starfa áfram en vegna neikvæðni og vantrúar á hæfileikum þeirra hafa þeir ekki fengið tækifæri. Samkvæmt sömu könnun misstu 26% húsnæði sitt vegna geðsjúkdóma. Ég efast um að ástandið sé skárra hérlendis. Í þjóðfélaginu skortir umburðarlyndi gagnvart geðsýki," segir hún. "Stjórnendur fyrirtækja gætu til dæmis boðið starfsmönnum með geðsjúkdóma að minnka við sig vinnu tímabundið, slíkt getur skipt sköpum. Eins að leita eftir sérfræðiaðstoð fyrir vinnustaðinn í heild, farsælast er að einangra ekki vandamálið við einn einstakling. Umhverfið getur verið geðheilsuspillandi og geðheilsuverndandi. Ef ekki fæst réttur stuðningur frá vinnustaðnum getur sjálfstraustið brotnað niður hjá viðkomandi á mjög skömmum tíma." Vel efnaðir betur staddir Geðvernd felst í að hafa val, að mati Elínar Ebbu en hér á landi hafa efnaðir fleiri valmöguleika. "Þeir geta svo dæmi sé tekið valið á milli þess að fara til geðlæknis eða sálfræðings en hinir ekki þar sem Tryggingastofnun ríkisins niðurgreiðir ekki sálfræðikostnað. Það er oft nauðsynlegt að auka innsæi fólks, færni og sjálfstraust sem aðrir fagaðilar en læknar hafa sérhæft sig í. Slík þjónusta getur verið tímafrek og nútímaþjóðfélagið vill ekki að hlutir taki tíma. Fremur er byggt á lausnum sem virka fljótt en minni áhersla lögð á endingartímann." Geðheilsa undirstaða heilbrigðis Góð geðheilsa er undirstaða heibrigðis og vellíðunar, að mati Elínar Ebbu, en minna er lagt upp úr geðrækt í okkar samfélagi en líkamsrækt. "Æ fleiri rannsóknir styðja að undirrót flestra meina er langvarandi streita. Það truflar líkamsstarfsemina ef viðvörunarkerfið er alltaf í gangi og það getur leitt til andlegra sem og líkamlegra sjúkdóma. Margt er streituvaldandi í okkar umhverfi, jafnvel jákvæðir þættir eins og að gifta sig, eiga börn og kaupa sér bíl og íbúð. Misjafnt er hve fólk þolir vel streitu af lífeðlislegum ástæðum, en sálfræðileg áföll verða einnig til þess að veikja mótstöðukerfið, svo og ýmsir félagslegir og umhverfislegir þættir, til dæmis fátækt, atvinnuleysi, kyn og kynþáttur." Geðheilsuefling miðar að því að gera fólk meðvitaðra um hvað getur styrkt það til dæmis í streitustjórnun, að sögn Elínar Ebbu sem segir flesta hafa skilning á mikilvægi hreyfingar, holls mataræðis, nægs svefns og að halda sig frá vímugjöfum. "Það er mjög mikilvægt til þess að halda góðri geðheilsu en færri hugsa um að sinna tilfinningalegum þörfum sem snúast oft um að tjá tilfinningar sínar og tala um líðan sína. Taka þarf rétt á málum strax í barnsæsku, í skóla og á heimilum. Umsjón barna ætti að kenna á framhaldsskólastigi. Geðheilsuefling tengist einnig því vitræna sem margir fullnægja í skóla eða vinnu eða með áhugamálum. Geðsjúkir, sem ekki geta unnið, stundað skóla eða haft áhugamál, eru oft illa staddir að þessu leyti. Andlega þörfin er ekki síður mikilvæg sem fólk fullnægir oft í gegnum trúarbrögð, góðgerðarstarfsemi eða hvaðeina sem hefur gildi og þýðingu fyrir einstaklinginn." Geðrækt er því ekki síður mikilvæg en líkamsrækt, að mati Elínar Ebbu. "Líkamsrækt er nú í tísku en ég er viss um að geðheilsuefling verður vinsæl eftir nokkur ár. Undirstaða almenns velfarnaðar er að hafa geðheilsuna í lagi."
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Greynir íslensku í mállegar frumeindir

20:35 Greynir er nýr málgreinir sem fyrirtækið Miðeind vinnur að. Forritið undirgengst djúpmálsþjálfun til að „læra“ íslensku, með það fyrir augum að bjóða upp á sem fullkomnastan villugreinanda sem sést hefur. Meira »

Unga fólkið sinnti þingstörfum 17. júní

20:21 Sjötíu ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára tóku þátt í þingfundi á Alþingi í dag í tilefni 75 ára afmælis lýðveldis Íslands. Var markmið fundarins að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og koma málum sínum á framfæri við ráðamenn. Meira »

„Þessi gaur er goðsögn!“

19:42 „Þessi gaur er goðsögn,“ sagði þýski tónlistaráhugamaðurinn Simon um tónlistarspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddssen eftir að hafa gengið um bæinn með honum og fræðst um íslenska tónlistarsögu. mbl.is slóst með í för í tónlistarröltið. Meira »

Síminn stærstur á ný

19:29 Síminn hefur mestu markaðshlutdeild símafyrirtækja á farsímamarkaði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um stöðuna á markaðnum í árslok 2018. Í árslok voru 34,5% landsmanna með farsíma hjá Símanum, 32,1% hjá Nova og 31,1% hjá Vodafone/Sýn. Meira »

Mjaldrarnir lenda á miðvikudag

18:50 „Undirbúningurinn hefur verið langur og strangur og staðið yfir í hálft ár. Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þessu verkefni sem mun án efa vekja mikla athygli um allan heim,“ segir Sigurjón Ingi Sigurðsson hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen. Meira »

Fyrstu BA-próf í lögreglufræðum

18:02 Háskólinn á Akureyri útskrifaði á laugardaginn fyrstu nemendur landsins með BA-próf í lögreglu- og löggæslufræði og auk þeirra vænan hóp með diplómapróf fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Eyrún Eyþórsdóttir aðjúnkt sagði mbl.is frá þessu nýja háskólanámi norðan heiða. Meira »

Ók tryllitækinu á 182 km hraða

17:25 Valur Jóhann Vífilsson bar sigur úr býtum þegar keppt var í sandspyrnu á Bíladögum á Akureyri sem hafa farið fram um helgina. Hann ók tryllitæki sínu af tegundinni Chevrolet á 182 km hraða eftir 91 metra langri brautinni á aðeins 3,06 sekúndum. Þetta er mesti hraði sem hefur náðst á brautinni. Meira »

Lýðveldiskaka, kandífloss og hoppukastalar

16:59 Það var margt um manninn í miðborg Reykjavíkur í dag enda af nógu að taka. 75 metra lýðveldiskaka, einn metri fyrir hvert ár lýðveldisins, stóð gestum og gangandi til boða, auk hoppukastala, andlitsmálningar, kassabíla, kandífloss, tónlistaratriða og þar fram eftir götunum. Meira »

Stemningin á Akureyri í myndum

16:32 17. júní á alltaf sérstakan sess í hugum Akureyringa, en auk þess að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan fögnuðu Akureyringar um 150 stúdentsefnum sem útskrifuðust úr Menntaskólanum á Akureyri í dag. Meira »

Bogi og Halldóra sæmd fálkaorðu

15:47 Halldóra Geirharðsdóttir og Bogi Ágústson voru meðal sextán íslendinga sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag hinni íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Meira »

Slökkvilið loftræsti grænlenskan togara

15:31 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að höfninni í Skarfagarði í Reykjavík um klukkan níu í morgun. Þar hafði grænlenskur fiskibátur lagt að landi og beðið um aðstoð við að loftræsta, en ammoníak hafði lekið í bátnum. Meira »

Haraldur borgarlistamaður Reykjavíkur

15:00 Haraldur Jónsson myndlistarmaður var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur 2019 við hátíðlega athöfn í Höfða.  Meira »

Féll af mótorhjóli í Reykjanesbæ

14:35 Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hafa fallið af mótorhjóli við Mánatorg í Reykjanesbæ. Meira »

Borgarstjóri kom manni til aðstoðar

12:12 Karlmaður á miðjum aldri hneig niður meðan á athöfn stóð í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík þegar lagður var blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar. Meira »

„Ísland þorir, vill og get­ur“

11:39 „Þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við núna vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi á Austurvelli. Meira »

Hátíðardagskrá 17. júní um landið

10:43 Að venju verður mikið um hátíðarhöld og skemmtanir af ýmsu tagi í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga. Mbl.is tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum og er af nógu að taka. Meira »

Æ algengari sjón í Heiðmörk

08:18 „Friðlaus fjallarefur, fast á jaxlinn bítur. Yfir eggjagrjótið eins og logi þýtur,“ orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi eitt sinn. Meira »

Hiti fyrri hluta júní yfir meðaltali

07:57 Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 15 daga júnímánaðar var 10 stig sem er 1,4 stigum ofan meðallags sömu daga árin 1961-1990 og +0,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta kemur fram í færslu Trausta Jónssonar veðurfræðings. Meira »

Aðstaða skapar áhuga

07:37 „Eftir því sem aðstaða fyrir hjólreiðafólk verður betri og leiðirnar greiðfærari eykst áhuginn,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Meira »