Sigraði í söngkeppni Samfés

Tinna Marína Jónsdóttir.
Tinna Marína Jónsdóttir. mbl.is/Jón Svavarsson

Tinna Marían Jónsdóttir, 15 ára, bar í gærkvöldi sigur úr býtum í söngkeppni Samfés, Sambands félagsmiðstöðva, með lagi Celine Dion, All Coming Back To Me. Tinna keppti fyrir hönd Tónabæjar en alls tóku 43 keppendur þátt í söngkeppninni sem fram fór í troðfullri Laugardagshöllinni. Í öðru sæti varð Birna Dröfn Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Frostaskjóli sem flutti lagið Roads með Portishead. Í þriðja sæti lenti Klara Ósk Elíasdóttir, félagsmiðstöðimni Verinu í Hafnarfirði, með lagið Can't Fight the Moonligt með Leann Rimes. Sigurvegarinn frá í fyrra, Ragnheiður Gröndal, söng tvö lög á meðan beðið var eftir úrslitum og eldgleypirinn og fjöllistamaðurinn Mighty Garreth sýndi listir sínar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert