Borgarbúar kjósa milli tveggja kosta

Sýnishorn af kjörseðli.
Sýnishorn af kjörseðli.
Íbúum Reykjavíkur gefst kostur á að velja milli tveggja kosta í atkvæðagreiðslu sem fram fer í dag um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarinnar. Spurt verður: "Vilt þú að flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016 eða vilt þú að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016?" Svarmöguleikar eru þrír. Í fyrsta lagi að flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016, í öðru lagi að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi er hægt að skila auðu. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk síðdegis í gær í ráðhúsinu og kusu þar um 2.700 manns.

Á kjörskrá eru 81.282 íbúar Reykjavíkur en meginskilyrði kosningaréttar eru að vera íslenskur ríkisborgari, hafa átt lögheimili í Reykjavík 24. febrúar 2001 og hafa náð 18 ára aldri á kjördag. Enn fremur eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti ofangreindum skilyrðum.

Niðurstöður ættu að liggja fyrir um kl. 22 í kvöld

Kjördeildir verða 50 talsins á sex stöðum í borginni; í Kringlunni, Engjaskóla, Seljaskóla, Laugarnesskóla, Hagaskóla og í ráðhúsinu sem verður aðalkosningamiðstöðin. Kjördeildir verða opnar frá kl. 10.00 til kl. 20.00 í kvöld og gerir Gunnar Eydal, formaður kjörstjórnar, ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslunni liggi fyrir í meginatriðum um kl. 21.00 í kvöld, sem er mun fyrr en ef kosið yrði með hefðbundnum hætti. Í fyrsta sinn verður nú kosið með rafrænum hætti og er kjörskráin miðlæg sem þýðir að kjósandi getur kosið á hvaða kjörstað sem er og er ekki bundinn við fyrirfram ákveðinn kjörstað og kjördeild, líkt og í almennum kosningum.

Kosið verður á tölvu en kosningin krefst ekki sérstakrar tölvukunnáttu hjá kjósendum, að sögn Gunnars, en leiðbeiningar fylgja hér á skýringarmynd. Sérstakur búnaður verður fyrir fatlaða og verður sérbúin kosningatölva fyrir blinda og sjónskerta í ráðhúsinu.

Þetta stór atkvæðagreiðsla hefur ekki áður farið fram með rafrænum hætti hér á landi, ef kosningar á síðasta ASÍ-þingi eru undanskildar. Í grein í Morgunblaðinu í gær var bent á öryggisþátt rafrænna kosninga og þá staðreynd að a.m.k. einn tæknimaður hefði aðgang að öllum þáttum kosningakerfisins og gæti þess vegna breytt niðurstöðum kosninganna.

Tölvumenn heita trúnaði og heilindum með yfirlýsingu

Þegar þetta var borið undir Gunnar Eydal sagði hann yfirkjörstjórnina fyllilega hafa gert sér grein fyrir þessum möguleika. Einn til tveir menn hefðu aðgang að einni aðaltölvu sem væri staðsett í ráðhúsinu í læstu rými. Þessir aðilar skrifuðu undir trúnaðaryfirlýsingu til yfirkjörstjórnar. Hann sagði tölvusérfræðinga á vegum borgarinnar einnig fylgjast með störfum umsjónarmanna með kosningakerfinu, sem eru frá Einari J. Skúlasyni hf. en það fyrirtæki hannaði kerfið, er nefnist Kjarval.

"Þessi mannlegi brestur getur alltaf verið fyrir hendi hjá yfirkjörstjórn eða tölvumönnum.

Við höfum hugsað út í þetta og brugðist við með þessum hætti, þannig að menn heiti trúnaði og heilindum í sínum störfum," sagði Gunnar.

Innlent »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »

Vara við svikastarfsemi á Seltjarnarnesi

11:41 Lögreglan varar íbúa á Seltjarnarnesi við því að kaupa þjónustu manna sem hafa farið á milli húsa þar, og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Meira »

Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

10:58 Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Meira »

Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

10:56 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.  Meira »

17 ára á 161 km hraða

10:12 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km/klst. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurr víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...