Robert Marshall stjórnaði brekkusöng

Hefðbundin flugeldasýning var í Herjólfsdal í gærkvöldi.
Hefðbundin flugeldasýning var í Herjólfsdal í gærkvöldi. mbl.is/Sigurgeir

Róbert Marshall, fréttamaður, stjórnaði brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í kvöld forföllum Árna Johnsens sem hefur verið forsöngvari í brekkusöngnum um áratuga skeið.

Mikil leynd hafði hvílt yfir því hver myndi stjórna brekkusöngnum en reynt var að fá leyfi fyrir Árna að koma til Eyja í kvöld en hann afplánar nú fangelsisrefsingu á Kvíabryggju. Lausafregnir voru um að þyrla yrði send eftir Árna og í dag var afmarkaður þyrlupallur í Herjólfsdal.

Í kvöld kom þyrla til Eyja og eftir að hafa sveimað yfir dalnum var kastað niður pakka úr henni. Í pakkanum var bréf frá Árna sem Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, og þar kom fram að hann hefði ekki fengið fararleyfi. Tilkynnti Birgir síðan að Róbert Marshall myndi stjórna söngnum en Róbert hefur einnig verið kynnir á Þjóðhátíðinni sem lýkur í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert