Ökumaður steig á á bensíngjöf í stað hemils

Ökumaður þessa bíls varð fyrir því óláni að stíga á bensíngjöfina í stað hemils fyrir utan verslunina Innrömmun Allra í Ármúla um miðjan dag í dag með þeim afleiðingum að bílinn hafnaði hálfur inni í versluninni. Maður sem var inni í versluninni meiddist þegar hann varð fyrir braki og glerbrotum og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík gaf ökumaður þá skýringu að bíllinn sem er sjálfskiptur hefði verið í rangri gírstöðu en ökumaður hafði nýverið eignast bílinn og var óvanur sjálfskiptum bifreiðum. Hann slapp ómeiddur og eru skemmdir á bílnum óverulegar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »