Þingmenn gengu út þegar þingforseti gagnrýndi forseta Íslands

Halldór Blöndal.
Halldór Blöndal.
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði á setningarfundi Alþingis í dag, að synjunarákvæði stjórnarskrárinnar væri leifar af þeirri trú að konungurinn fari með guðsvald. Sagði Halldór, að eftir atburði sumarsins, þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum samþykki, stæði löggjafarstarf Alþingis ekki jafn traustum fótum og áður. Hluti þingmanna stjórnarandstöðunnar gekk úr salnum þegar Halldór flutti ræðu sína, þar á meðal bæði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.

Halldór Blöndal var endurkjörinn forseti Alþingis á þingsetningarfundinum í dag. Í ræðu sem hann flutti eftir það vísað hann m.a. til yfirlýsingar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, las upp á blaðamannafundi á Bessastöðum þegar hann lýsti ástæðum þess að hann ákvað að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar, en þar sagði Ólafur Ragnar m.a., að hann reisti synjun sína á 26. stjórnarskrárinnar vegna þess að samhljóminn, sem yrði að vera milli þings og þjóðar í málinu, virtist skorta og ekki væri farsælt að varanlega væri djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja.

Halldór sagði að Alþingi væri elsta og æðsta stofnun þjóðarinnar, að löggjafarvaldið væri í höndum Alþingis og Alþingi væri hornsteinn menningar og lýðræðislegrar stjórnskipunar hér á landi og Alþingi og þingræðislegir stjórnarhættir ættu djúpar rætur í hugum Íslendinga.

„Synjunarvald stjórnarskrárinnar eru leifar af þeirri trú, að konungurinn, einvaldurinn, fari með guðsvald. Þingið stóð gegn vilja konungs og leiðrétti vald eins manns með því að taka það til sín. Alþingi er kjörið af þjóðinni. Þar á fólk með ólíkar skoðanir og stefnur sína fulltrúa. Þar ráða menn ráðum sínum og leiða mál til lykta. Þótt forseti lýðveldisins sé kjörinn á sama hátt getur hann ekki mælt sig við Alþingi," sagði Halldór.

Hann sagði að sér hefði aldrei komið til hugar að forseti Íslands myndi synja um staðfestingu á lögum frá Alþingi og svo væri um fleiri. Sagði hann einnig að hvergi væri gert ráð fyrir því í stjórnarskránni, að forseti Íslands gæti með athöfnum sínum eða athafnaleysi skert löggjafarvald Alþingis.

„Kjarni þess sem ég vil segja nú við setningu Alþingis er, að eftir atburði sumarsins stendur löggjafarstarf Alþingis ekki jafn traustum fótum og áður. Það er alvarleg þróun og getur orðið þjóðinni örlagarík nema við sé brugðist. Ákvæði stjórnarskrárinnar um æðstu stjórn ríkisins, Alþingi, framkvæmdarvald og dómsvald, þurfa endurskoðunar við: hver skal vera staða Alþingis, hver forseta Íslands og ríkisstjórnar og hver dómstóla. Slík endurskoðun hefur látið á sér standa þar sem menn almennt hafa talið önnur mál brýnni enda hefðu skapast ákveðnar hefðir og venjur, sem ástæðulaust væri að hrófla við en einstök ákvæði stjórnarskrárinnar hvorki verið skilin né framkvæmd eftir bókstafnum. Þau hörðu átök sem urðu á Alþingi í vor og sumar, gera slíka endurskoðun á stjórnarskránni örðugri en ella mundi. Einstökum alþingismönnum kann að finnast sem þeir hafi fest sig í ákveðnum skoðunum og skilyrðum sem þeir vilja ekki víkja frá að svo komnu. Því má vera, að niðurstöðu sé ekki að vænta meðan það þing situr sem kjörið var í maí 2003. Eftir sem áður þarf að hefja verkið. Staða Alþingis verður að vera hafin yfir vafa og löggjafarstarfið í traustum skorðum," sagði Halldór.

mbl.is

Innlent »

„Þetta eru bara góðar umræður“

13:15 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, vísar því á bug að um málþóf sé að ræða á Alþingi um þessar mundir. Hann tók sjö sinnum til máls í gær og Inga Sæland samflokkskona hans 5 sinnum. Meira »

Umsóknum um kennaranám fjölgar um 30%

13:04 Umsóknum um framhaldsnám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands hefur fjölgað um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Meira »

„Bersýnilega málþóf“

12:32 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 6. varaforseti Alþingis, og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telja Miðflokk og Flokk fólksins vera farna að þæfa umræðuna um þriðja orkupakkann í þinginu. Stutt er eftir af þessu þingi. Meira »

Engin raunhæf úrræði í boði

12:26 Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, segir í viðtali við mbl.is að hann sé hissa á dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í morgun og að með honum sé „útilokað“ að skjólstæðingar hans hafi raunhæf úrræði til að leita réttar síns m.t.t. dóms MDE í máli þeirra. Meira »

Farið yfir aðgerðir gegn mansali og félagslegu undirboði

11:56 Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega stöðu aðgerða stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Fiskistofa bendir lögreglu á stórlaxafrétt

11:12 Fiskistofa hefur vakið athygli lögreglu á frétt sem birt var á mbl.is í gær, þar sem fjallað er um stórlax sem veiddist í grásleppunet undir Skálanesbjargi í síðustu viku. Bendir stofnunin á að ekki megi veiða lax í sjó. Meira »

Segja vanefndir á nýundirrituðum kjarasamningi

10:52 Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Meira »

„Hljóðið er gott í viðskiptavinum okkar“

10:50 Framleiðendum þurrkaðra fiskafurða hér á landi virðist hafa tekist að laga sig að þeirri erfiðu stöðu sem kom upp á nígeríska markaðinum um mitt ár 2015. Í tilviki Laugafisks var brugðist við með samruna og tæknivæðingu og þannig hagrætt í rekstrinum og fyrirtækið um leið gert betur í stakk búið til að geta tekist á við það ef frekari sveiflur verða í viðskiptum við Nígeríu. Meira »

Munu kvarta undan vallarstarfsmönnum

10:18 „Þetta er óneitanlega eitthvað sem fór fyrir brjóstið á mér, ég er ekki ánægður með svona framgöngu,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, en flugvallarstarfsmenn í Tel Aviv stærðu sig af því á netinu að þeir hefðu gefið liðsmönnum hljómsveitarinnar Hatara „vond sæti“ í flugvél þeirra frá Tel Aviv í gærmorgun. Meira »

Endurupptöku hafnað af Hæstarétti

10:09 Skattamáli íslenska ríkisins gegn þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni hefur verið vísað frá Hæstarétti, en dómur þess efnis var kveðinn upp í morgun. Með þeirri niðurstöðu var fallist á aðalkröfu ákæruvaldsins og endurupptöku málsins hafnað. Meira »

Leiðrétti launakjör hjúkrunarfræðinga strax

09:41 Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á íslensk stjórnvöld og aðra viðsemjendur hjúkrunarfræðinga að leiðrétta tafarlaust launakjör hjúkrunarfræðinga. Meira »

Innkalla Nutra B Sterkar

09:26 Aðföng hafa, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað fæðubótarefnið Nutra B Sterkar – B vítamín extra sterkar, vegna þess að magn B6-vítamíns í ráðlögðum daglegum neysluskammti fæðubótarefnisins fer yfir efri þol- eða öryggismörk Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA). Meira »

Tveir árekstrar þyngja morgunumferð

09:20 Nokkrar tafir eru á morgunumferðinni í höfuðborginni vegna tveggja árekstra sem urðu fyrr í morgun. Fjögurra bíla árekstur varð á Kringlumýrarbraut. Tveir sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang en ekki er vitað hvort nokkur hafi slasast. Meira »

Miðflokksmenn með 251 ræðu og svör

08:50 Þingmenn stigu alls 287 sinnum í pontu í gærkvöldi og nótt  til að flytja ræður og svör í tengslum við aðra umræðu um þriðja orkupakkann svonefnda. Þingmenn Miðflokksins voru áberandi á mælendaskránni og stigu alls 251 sinni í pontu á þeim tólf tímum sem umræðan varði. Meira »

Vil hjálpa öðrum

08:18 „Þetta var mjög ljúft. Ég er yfirleitt metnaðarfull og legg mikið á mig til að ná markmiðum mínum. Það var því gaman að geta klárað almennilega,“ segir Árný Oddbjörg Oddsdóttir, hestakona frá Selfossi, sem sópaði að sér verðlaunum á reiðsýningu Hólanema sem fram fór um helgina. Meira »

Viðurkenning fyrir veðurathuganir

07:57 Viðurkenningarskjöldur frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni var afhjúpaður í Stykkishólmi á föstudaginn var. Hann var veittur fyrir meira en 100 ára samfelldar veðurmælingar í bænum. Meira »

Slyddu spáð fyrir norðan

07:15 Litlar breytingar verða á veðurfari næstu daga en um helgina kólnar og er útlit fyrir slyddu um norðanvert landið þar sem hiti fer mjög nálægt frostmarki. Meira »

Þingfundi slitið á sjötta tímanum

05:52 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan 5:42 í morgun en þá hafði verið rætt um þriðja orkupakkann síðan um miðjan dag í gær. Meira »

Bálfarir ríflega helmingur

05:30 Bálförum hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Nú eru um 53% útfara á höfuðborgarsvæðinu bálfarir. Lítið er um líkbrennslur á landsbyggðinni og því er hlutfall bálfara á landinu í heild um 38%. Meira »