Fjögurra mánaða fangelsi fyrir „sérstaklega hættulega líkamsárás“

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi „fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás“, eins og segir í dómnum.

Hafði hann ráðist að öðrum manni og slegið hann í höfuðið með glerflösku og þannig veitt honum 6 sm langan skurð á höfuðið. Var líkamsárásin framin í ágúst í fyrra.

Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að ákærði játaði greiðlega að hafa framið líkamsárásina. Hann var einnig dæmdur til að greiða allan málskostnað, þ. á m. málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert