Engin svör og ekkert breyst

Svör hafa ekki borist frá bandarískum stjórnvöldum um hugsanlegt fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA um íslenska lofthelgi og íslenska flughelgi, að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, aðstoðarmanns utanríkisráðherra.

Utanríkisráðuneytið kom fyrirspurninni á framfæri eftir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, lagði fram fyrirspurn um fangaflugin á Alþingi 13. október sl. Ragnheiður sagði að upplýsingar um fangaflugin sem birtust í gær og fyrradag hefðu engu breytt um afstöðu Íslendinga. "Víð bíðum enn eftir svörum, það hefur ennþá ekkert verið staðfest um þessar vélar."

Ekki náðist í Geir H. Haarde utanríkisráðherra vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert