Stjórnendur Icelandair lögðust gegn kaupum á Sterling Airlines

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is

Stjórnendur Icelandair lögðust gegn því að FL Group keypti danska lággjaldaflugfélagið Sterling Airlines og lýstu einnig eindreginni andstöðu við hugsanlega sameiningu Sterling og Icelandair.

Þetta kemur fram í skýrslu stjórnenda Icelandair, sem dagsett var 4. október 2005, og mun hafa verið lögð fyrir þáverandi stjórnarformann og núverandi forstjóra FL Group, Hannes Smárason.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt í nýjasta tölublaði Travel People þar sem fjallað er ýtarlega og á mörgum síðum um innrás Íslendinga í flugrekstur í Danmörku. Greint er frá kaupum Fons eignarhaldsfélags á Sterling og síðan Maersk Air, sameiningu þeirra síðastliðið haust og aðdragandanum að kaupum FL Group á Sterling í lok október. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, skreytir forsíðu tímaritsins undir fyrirsögninni: "Íslenskur Don Kíkóti eða séní?"

Í niðurstöðum umræddrar skýrslu sagði að það væri mat stjórnenda Icelandair að áhættan og óvissan í viðskiptahugmyndinni væri of mikil til þess að hægt væri að réttlæta kaup á Sterling.

Svo virðist semTravel People hafi komist yfir skýrslu stjórnenda Icelandair sem unnin hefur verið í tengslum við kaupin á Sterling enda eru í umfjöllun tímaritsins langar orðréttar tilvitnanir í hana en forstjóri Icelandair vildi hvorki staðfesta né neita því hvort umræddar tilvitnanir væru réttar eða ekki.

Hannes sagður hafa bakkað með sameiningarhugmyndir

Travel People heldur því fram að fyrir hafi legið uppkast af hálfu stjórnenda FL Group um afar nána samvinnu eða jafnvel sameiningu Icelandair og Sterling og hafi sú áætlun verið kölluð: Thorshammers Business Case.

Ummæli Almars Arnar Hilmarssonar, forstjóra Sterling og sérstaklega sölustjórans, Stefan Vilner, um samlegðaráhrif og nýja möguleika sem myndu skapast með samvinnu eða sameiningu Sterling og Icelandair styðji þetta, en þeir nefndu aukna möguleika í tengslum við flug yfir Atlantshafið og eins á flugleiðum innan Evrópu.

Blaðið segir afstöðu stjórnenda Icelandair, undir forystu Jóns Karls Ólafssonar, og ekki síður ummæli Jørgen Lindegaards, forstjóra SAS, skömmu síðar, um að samvinna eða sameining Sterling og Icelandair myndi þýða að SAS myndi slíta áratugalöngu samstarfi við Icelandair, hafi orðið til þess að stjórnendur FL Group hafi ákveðið að gefa upp á bátinn hugmyndir eða áætlanir um samvinnu eða sameiningu Sterling og Icelandair.

Í skýrslu stjórnenda Icelandair kemur fram að sameining við Sterling myndi einkum hafa jákvæð áhrif á fjórum sviðum. Í fyrsta lagi fengist aukinn kaupkraftur þannig að ná mætti fram frekari afsláttum, s.s. í eldsneytiskaupum, tryggingum og farþegaþjónustu. Í annan stað myndi geta sameinaðs félags til markaðssetningar aukast. Eins myndi

nást fram aukinn sveigjanleiki við stjórnun flugflotans og í fjórða lagi gæti Icelandair svo aflað sér aukinnar reynslu í lágfargjaldarekstri.

Að mati stjórnenda Icelandair náðu þessir kostir þó alls ekki að vega upp á móti neikvæðum þáttum sem sameining félaganna myndi eða gæti haft í för með sér.

Samvinnan við SAS mjög hagfelld fyrir Icelandair

Í endursögn Travel People á efni skýrslunnar segir að stjórnendur Icelandair hafi farið yfir það lið fyrir hvers vegna þeir teldu kaup Sterling ekki vera góða hugmynd og að enn verra væri að sameina það Icelandair.

Var í þessu sambandi sérstaklega bent á hugsanlegar afleiðingarnar á samvinnu Icelandair við SAS og áhrif þess ef SAS ákvæði að slíta samstarfinu.

Í skýrslunni segir m.a. að samkomulagið við SAS sé "mjög hagfellt fyrir Icelandair og þá sérstaklega vegna viðskiptafarþega á vegum Icelandair". Sterling gæti ekki bætt þetta upp vegna áherslu þess á lággjaldaflugrekstur og á að fljúga til ferðamannastaða fremur en áfangastaða fyrir viðskiptaferðalanga. Eins og er nýti 75 þúsund farþegar Icelandair sér áframhaldandi tengiflug með SAS sem skili Icelandair um 700 milljónum í tekjur. SAS og Icelandair eigi einnig í samvinnu í flugi yfir Norður-Atlantshaf og til Íslands. SAS selji um "50 þúsund farþegum flug vegna þessar samvinnu sem skilar Icelandair um 900 milljónum" [í tekjur].

Stjórnendur Icelandair gerðu einnig athugasemdir vegna hugmynda Sterling um að flytja flugvélar frá Kaupmannahöfn til Óslóar og Stokkhólms með aukið flug þaðan í huga. Bentu þeir á gera mætti ráð fyrir að SAS myndi bregðast við slíkri samkeppni og minntu á að alls ekki mætti "vanmeta SAS sem keppinaut".

Töldu ólíklegt að tækist að snúa við rekstri Sterling í ár

Í niðurstöðum skýrslu stjórnenda Icelandair sagði síðan meðal annars að með kaupum á Sterling myndi FL Group um leið leggja aukna áherslu á flugreksturinn, sem hefði "étið upp fé" í gegnum tíðina. Aðalrekstraráhætta FL Group til hefði fram til þessa verið fólgin í starfsemi Icelandair og reynslan hefði sýnt að miklar sveiflur væru í flugrekstrinum. Með kaupum á Sterling væri FL Group því að auka áhættuna enn frekar. Þá sögðust stjórnendur Icelandair telja ólíklegt að hægt væri að snúa við rekstri Sterling á árinu 2006 og tryggja viðunandi arðsemi. Hætta væri því á að kaupin myndu hafa neikvæð áhrif á afkomu FL Group til lengri tíma litið. Það væri því skoðun þeirra að "afar vafasamt" væri að leggja út í kaupin á Sterling.

Innanhússskýrslur eru trúnaðarmál

JÓN KARL Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir félagið ekki tjá sig um það hvort tilvitnanir í skýrslu stjórnenda félagsins sem birtar eru í Travel People séu réttar eða ekki. "Við tjáum okkur ekki um það. Ef slík innanhússskýrsla væri til væri hún að sjálfsögðu trúnaðarmál," segir Jón Karl.

Hann bendir á að hér sé ekki um nýjar fréttir að ræða, Travel People hafi birt fréttir sama efnis á vefmiðli sínum fyrir um þremur mánuðum. "Við vitum ekki hvað þeir eru með í höndunum og þeir hafa ekki leitað eða hringt í okkur til þess að fá fréttirnar staðfestar," segir Jón Karl.

Þá bendir hann á að fyrirsögn í Tavel People um að hann hafi ráðið mönnum frá kaupum á Sterling sé einfaldlega röng. "Ég hef aldrei ráðlagt nokkrum manni að kaupa ekki Sterling."

Innlent »

Einn með allar tölur réttar í jókernum

Í gær, 22:58 Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en rúmir 10 milljarðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Einn Íslendingur hrósaði þá happi í jókernum og var með fimm jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð og fær hann tvær milljónir króna. Meira »

8 mánuðir fyrir kannabisræktun

Í gær, 21:25 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft vörslum sínum 632 kannabisplöntur í sölu- og dreifingarskyni. Plönturnar höfðu mennirnir ræktað um nokkurt skeið, en lögregla lagði hald á þær við húsleit. Meira »

Hefja athugun á Tekjur.is

Í gær, 21:01 Persónuvernd hefur hafið athugun á birtingu Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum fyrir árið 2016 á vefsíðunni Tekjur.is, en stofnunni hefur borist fjöldi erinda frá einstaklingum sem telja brotið gegn persónuverndarlöggjöf með birtingunni. Meira »

Glæpasögurnar þóttu ekki bókmenntir

Í gær, 20:50 Nú ber svo við að fyrir þessi jól mun Arnaldur Indriðason rjúfa 500 þúsund eintaka múrinn í sölu hér á landi. Af því tilefni mun útgefandi hans lauma gullmiða í 500 þúsundasta einstakið. Þá hafa bækur hans selst í 14 milljónum eintaka víða um heim. Meira »

Verslunin verður að vera upplifun

Í gær, 20:30 „Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ um helgina. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við. Meira »

„Ríkir algjör óvissa um loðnuna“

Í gær, 20:27 „Við höfum þurft að elta síldina austur eftir og vorum komnir á veiðisvæðið snemma í gærmorgun. Við tókum tvö hol í gær, um 200 til 220 tonn í hvoru, en í dag höfum við ekkert getað verið að veiðum vegna skítabrælu.“ Meira »

„Týpískt íslenskt haustveður“

Í gær, 20:15 „Þetta verður týpískt íslenskt haustveður,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um leiðindaveðrið sem spáð er á morgun. Í nótt má búast við hvassviðri sunna og suðvestanlands, en í fyrramálið bætir í vind um allt land. Á Meira »

Leikur sér að bragðlaukum Norðmanna

Í gær, 20:00 Kokkurinn Atli Már Yngvason opnaði nýverið veitingastaðinn Kötlu í Ósló og hefur hlotið einróma lof matargagnrýnenda. „Við opnuðum núna 28. ágúst og það er búið að vera opið í tvo mánuði og troðfullt á hverjum degi,“ segir Atli um opnun Kötlu. Meira »

Sendu inn tilboð en heyrðu ekki meira

Í gær, 19:45 Aðili sem sendi inn sendi inn hugmynd að rekstri og gerði tilboð í leiguverð í bragganum margumtalaða, þegar Reykjavíkurborg auglýsti eftir hugmyndum árið 2014, segir borgina aldrei hafa verið haft samband við sig, fyrir utan bréf þar sem honum var tilkynnt að tveir aðilar hefðu skilað inn tilboði. Meira »

„Tjónið að mínu mati augljóst“

Í gær, 19:00 „Þetta mál er búið að taka ansi langan tíma,“ seg­ir Ólaf­ur Ad­olfs­son, lyfja­sali og eig­andi Apó­teks Vest­ur­lands. Hæstirétt­ur hef­ur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apó­teki Vest­ur­lands fjór­ar og hálfa millj­ón í bæt­ur vegna sam­keppn­is­brota. Meira »

Skólarnir breyti samfélagi

Í gær, 18:45 Líklegt er að á næstu áratugum verði viðamiklar breytingar á íslensku skólakerfi þar sem hefðbundin mörk skólastiga breytast eða mást jafnvel út. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir að ræða þurfi lengingu skólaskyldu. Meira »

Indverskur víbríngur Geirs Ólafs

Í gær, 18:44 Indverskt lag til heiðurs Gandhi sem Geir Ólafsson gaf út á dögunum, orðræðan og Úganda ferðalag Hjördísar var meðal annars það sem þau Geir og Hjördísi Guðmundsdóttur ræddu í föstudagskaffinu síðdegis á K100. Geir tók dæmi af því hvernig lagið Reyndu aftur myndi hljóma í indverskri útgáfu. Meira »

Smíði nýju skipanna á áætlun

Í gær, 17:59 Smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin gengur samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent útgerðinni í maí og júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, móðurfélags Bergs-Hugins. Meira »

Kalda vatnið ódýrast á Íslandi

Í gær, 17:59 Kalda vatnið er ódýrast á Íslandi sé verð þess á Norðurlöndunum skoðað. Þannig bera heimili í Danmörku rúmlega þrefalt meiri kostnað af notkun á kalda vatninu á ársgrunni en íslensk heimili. Meira »

„Ég myndi aldrei sætta mig við þetta“

Í gær, 17:57 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri og formaður borgarráðs, segir það algjörlega óbjóðandi að framkvæmdirnar við braggann í Nauthólsvík hafi ekki komið upp á yfirborðið í pólitískri umræðu eða samþykktarferli eins og venja er með mál af þessu tagi. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

Í gær, 17:13 Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot hans gegn dóttur sinni. Er hann fund­inn sek­ur um að hafa látið dótt­ur sína snerta kyn­færi sín auk þess að hafa snert kyn­færi henn­ar og fróað sér í návist henn­ar. Meira »

Strætó tilkynnt um gjaldþrotið í gær

Í gær, 17:10 Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið Prime Tours, sem tilkynnt hefur verið um gjaldþrot á, muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framhaldið. Meira »

Japanar sjá tækifæri á norðurskautinu

Í gær, 17:00 Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, segir japönsk stjórnvöld greina tækifæri á norðurskautinu vegna opnunar siglingaleiða. Um leið feli loftslagsbreytingar í sér mikla áskorun. Kono var meðal ræðumanna á Hringborði norðursins í Hörpu í dag. Meira »

Í farbanni fyrir kortasvik við farmiðakaup

Í gær, 16:48 Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Íbúð til leigu á Seltjarnarnesi
Íbúð í einbýlishúsi með sérinngangi. Óskum eftir snyrtilegum, reyklausum og tr...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Laust um næstu helgar - Biskupstungur..
Hlýleg og falleg sumarhús til leigu. Gisting fyrir 5-6. Heit laug og leiksvæði.....