Maður sem fékk hjartaáfall eftir átök við lögreglu lést í morgun

Maður sem lögregla handtók aðfararnótt sunnudagsins síðastliðins, eftir að hann gekk berserksgang á hóteli í Reykjavík, lést á sjúkrahúsi í morgun. Lögreglumenn þurftu að beita manninn valdi við handtökuna og fékk hann hjartaáfall í vörslu þeirra. Honum var haldið sofandi á sjúkrahúsi eftir það. Lögregla telur manninn hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar á hann rann æðið, en það hefur ekki verið staðfest og málið er í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert