Samgönguráðherra: Stefnan að helstu ökuleiðir út úr borginni verði tvöfaldar

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, sagði á Alþingi í dag, að hans pólitíska stefnumörkun væri, að helstu ökuleiðir út úr höfuðborginni verði tvöfaldar með aðgreindri akstursstefnu. Sagði Sturla, að unnið væri að þessum undirbúningi og skoðaður yrði möguleiki á einkaframkvæmd ef það gæti eitt til þess, að framkvæmdum mætti hraða.

Sturla var að svara fyrirspurn frá Björgvini G. Sigurðssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Sagði Sturla, að kynnt verði í samgönguáætlun innan skamms hvaða leiðir hann teldi að fara ætti til að tryggja sem hraðasta framvindu þessarar framkvæmdar.

Björgvin sagði að um væri að ræða ánægjulega stefnubreytingu og ráðherra hlyti því að stöðva þau áform Vegagerðarinnar, að breikka Suðurlandsveg um eina akrein í svokallaðan 2+1 veg, frá gatnamótum við Þorlákshafnarveg og Hveragerði að gatnamótum við Hafravatnsveg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert