Þingmaður krefst tvöföldunar Suðurlandsvegar

Suðurlandsvegur rétt við gatnamót Þrengslavegar.
Suðurlandsvegur rétt við gatnamót Þrengslavegar. Júlíus Sigurjónsson

Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og samflokksmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, segist í samtali við Sunnlenska fréttablaðið á Selfossi tilbúinn í stríð við samgönguráðherra verði vegurinn á milli Selfoss og Reykjavíkur ekki tvöfaldaður og aðgreindur í náinni framtíð.

Bæjarstjórn Ölfuss segir Vegagerð ríkisins á rangri braut varðandi hugmyndir um 2+1 veg og legst bæjarstjórnin alfarið gegn slíkum áformum. Bæjarstjórar Árborgar og Hveragerðisbæjar taka í sama streng, að því er segir á fréttavefnum sudurland.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert