Kæra á hendur forstöðumanni Byrgisins lögð fram

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is
Kæra hefur verið lögð fram hjá lögreglunni í Reykjavík á hendur Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, fyrir kynferðisbrot og beinast meint brot gegn fyrrverandi vistmanni í Byrginu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvar rannsókn málsins fari fram, en meginreglan sé að meint brot séu rannsökuð þar sem þau fóru fram og því gæti farið svo að lögreglan á Selfossi sæi um rannsóknina.

Lögðu fram svör

Stjórnarmenn Byrgisins gengu í gær á fund félagsmálaráðherra og afhentu honum svör við spurningum sem ráðherra lagði fyrir þá á þriðjudaginn. Að sögn Jóns Arnars Einarssonar, ráðgjafa og stjórnarmanns í Byrginu, voru spurningar ráðherra í sjö liðum og meðal annars var beðið um álit stjórnarmanna á þeim ásökunum sem fram hafa komið í fjölmiðlum um málefni Byrgisins.

Ráðherra óskaði eftir fundi með stjórn Byrgisins á mánudaginn í kjölfar umfjöllunar í fréttaskýringarþættinum Kompási á Stöð 2 á sunnudaginn.

Jón Arnarr sagði að á fundi stjórnarmanna með ráðherra á þriðjudag hefði ráðherra lagt fram lista með spurningum og óskað eftir svörum sem honum voru svo afhent í gær. Ekki náðist í Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra í gær en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verður farið yfir svörin milli jóla og nýárs.

Taldi sig dottinn út úr stjórn

Eins og áður sagði óskaði ráðherra eftir fundi með stjórn Byrgisins. Aðspurður hverjir sætu í stjórn sagði Jón Arnarr að auk sín sæti Guðmundur Jónsson í stjórninni. Þriðji stjórnarmaðurinn, Leifur Ísaksson, hefði setið í stjórn Byrgisins en með bréfi sem barst Byrginu í gær tilkynnti hann úrsögn sína úr stjórninni. Því skipuðu þeir Guðmundur og Jón stjórn Byrgisins núna. Varamenn í stjórn væru Helga Haraldsdóttir og Elma Ósk Hrafnsdóttir, eiginkonur Guðmundar og Jóns.

Þegar Morgunblaðið innti Leif eftir ástæðum þess að hann hefði ákveðið að segja sig úr stjórninni, sagði Leifur að hann hefði ekki verið boðaður á stjórnarfund í þrjú ár og í raun haldið að hann hefði dottið út úr stjórninni. Það hefði fyrst verið þegar félagsmálaráðuneytið kallaði hann á fund á mánudaginn að hann hefði áttað sig á því að hann væri ennþá formlega í stjórninni. Þá kveðst Leifur hafa tekið ákvörðun um að segja sig úr stjórn félagsins, enda hafi hann ekki hugmynd um hvernig rekstur Byrgisins hafi verið undanfarin ár. Aðspurður hvort stjórnin hafi ekkert fundað þennan tíma, sagðist Leifur ekki vita um það en hann hefði ekki setið fundi. Hins vegar væri hugsanlegt að varamenn hefðu setið fundina.

Félagsmálaráðuneytið óskaði eftir því í byrjun nóvember að ríkisendurskoðun gerði athugun á því hvernig fjárstuðningi sem ríkið hefur veitt til reksturs Byrgisins hefði verið varið. Jón Arnarr sagði að fundað hefði verið með starfsmönnum ríkisendurskoðunar vegna málsins á mánudaginn. Þar hefði verið spurt út í fjármál og starfsmönnum ríkisendurskoðunar afhent gögn þar að lútandi.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

19:51 Eng­in var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugarveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

17:08 „Það er mjög vel haldið utanum okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »

Fann pabba sinn eftir 18 ára leit

10:26 Kristín Jónsdóttir komst að því þrítug að hún hafði verið rangfeðruð, þótt faðernið hefði verið staðfest með blóðrannsókn fyrir dómi á sínum tíma. Hún hóf leit að réttum föður og hefur nú fundið hann eftir 18 ára leit. Þjóðskrá skráir hann þó ekki sem föður hennar jafnvel þótt DNA-próf liggi fyrir. Meira »

Rúða brotnaði í flugstjórnarklefanum

08:34 Farþegavél Icelandair á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur var snúið við og henni lent á Bagotville-flugvellinum í Quebec í Kanada vegna neyðartilfellis. Farþegar í vélinni greina frá atburðarásinni á Twitter og segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt að vinstri rúða í flugstjórnarklefanum hafi brotnað. Meira »

Uppgerður braggi undir kostnaðaráætlun

08:18 „Salan hefur gjörsamlega rokið upp og hefur aldrei verið svona mikil. Þetta hefur algjörlega sprungið. Við höfum því lítið annað gert en að framleiða Bragga því það fer mikil handavinna í þetta,“ segir Viktor Sigurjónsson, markaðsstjóri Kristjánsbakarís á Akureyri. Meira »
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...