Þorláksmessuskatan vinsæl hjá Sægreifanum

Í dag er Þorláksmessa, en hún er haldin til minningar um Þorlák hinn helga Þórhallsson biskup í Skálholti. Hann lést 23. desember 1193 og var messa þennan dag honum til heiðurs lögleidd 1199. Dagurinn er í dag helst tengdur þeim sið að borða skötu, vel kæsta, en undanfarin ár hefur færst í vöxt að landsmenn borði skötuna utan heimilis vegna lyktar sem fylgir skötunni, en mönnum þykir hún misgóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina