Eitt af aðalverkefnunum að auka lóðaframboð

Líkan af væntanlegri byggð í Úlfarsárdal.
Líkan af væntanlegri byggð í Úlfarsárdal.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, mælti fyrir frumvarp um þriggja ára rekstraráætlun Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar í dag. Sagði Vilhjálmur, að eitt af aðalverkefnum Reykjavíkurborgar næstu þrjú árin væri að auka lóðaframboð en Reykjavíkurborg hefði dregist aftur úr nágrannasveitarfélögunum þegar horft væri til íbúaþróunar og það hlyti að vera markmið flestra sveitarfélaga að laða til sín fleiri íbúa og auka þannig skatttekjur.

Vilhjálmur sagði, að ástæða hægari íbúafjölgunar í borginni væri, að lóðaframboð hefði ekki haldið í við eftirspurn. Alls væri gert ráð fyrir að tæplega 3900 lóðum erði úthlutað á árunum 2008 til 2010 eða um 1300 á ári hverju að meðaltali. Yfir 40% þessara lóða væri ætlað undir sérbýli, alls 1745, eða 580 á ári. Sagði Vilhjálmur, að árin 2001-2005 hefði að meðaltali aðeins verið úthlutað 100 íbúðum í einbýli eða raðhúsi á ári.

Aðaluppbyggingin verður í Úlfarsárdal þar sem fyrirhugað er að gera lóðir fyrir um 1000 íbúðir byggingarhæfar á ári, alls um 3200 íbúðir á tímabilinu, en reiknað er með að lóðum fyrir 1000 íbúðir í Úlfarsárdal verði úthlutað í ár. Samfara þessu verður haldið áfram að þétta byggð þar sem vænlegt er. Þá er gert ráð fyrir að uppbyggingu í Skuggahverfi ljúki árið 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert