Nægur snjór í Hlíðarfjalli

Ekki var sumarlegt á skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli í morgun.
Ekki var sumarlegt á skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Opið verður í Hlíðarfjalli um hvítasunnuhelgina. Nægur snjór er í brekkunum við Fjarkann og uppi í Strompi. Þar verða báðar lyftur opnar frá laugardegi til mánudags á milli kl. 8 og 14 segir á vef skíðasvæðisins.

Fram kemur á vefsíðunni að Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segist hafa fagnað kuldakasti síðustu daga sem geri það að verkum að lítil bráðnun hafi orðið og mönnum hafi tekist að safna snjó í brekkurnar. „Flestum skíðasvæðum heims hefur nú þegar verið lokað og það er frábært að geta boðið upp á opnar lyftur og gott skíðafæri svona langt fram á vorið, en það gerðist síðast vorið 2002 að við gátum haft opið þessa helgi,“ sagði Guðmundur Karl nú í morgun.

Hlíðarfjall

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert