Strandsiglingar hefjast aftur

Fyrirtækið Dregg á Akureyri hefur fest kaup á 3.200 brúttótonna flutningaskipi, Greenland Saga, frá Danmörku. Skipið verður afhent fyrirtækinu í Lettlandi á þriðjudaginn og hefur senn siglingar á milli Íslands og hafna í Danmörku og Lettlandi. Siglt verður með vörur á milli síðarnefndu landanna og ýmsan varning til og frá Íslandi.

Dregg flytur mikið af vörum til landsins; fyrirtækið hefur umboð fyrir einn stærsta framleiðanda heims á fráveitulögnum, og þegar hefur verið samið um flutning á frystum afurðum frá Ísafirði og Sandgerði til Danmerkur.

Ari Jónsson, framkvæmdastjóri Dregg, segir að vitaskuld verði komið við á fleiri höfnum verði þess óskað „og hagsmunir okkar og þeirra sem vilja flytja vörur fara saman". Því má segja að strandsiglingar séu hafnar á ný við Ísland. „Skipið siglir hringinn og þá verður möguleiki á að koma við í hvaða höfn sem er."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert