Klemmdi fingur í pressuvél

Maður slasaðist í fiskvinnslunni Klofningi á Suðureyri er hann klemmdi fingur í pressuvél. Lögreglu- og sjúkraflutningamenn voru kallaðir á staðinn og maðurinn fluttur til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.

Ekki er vitað hvort maðurinn er fingurbrotinn eða hversu slæm meiðsli hans eru en að sögn lögreglunnar á Ísafirði var talið að flytja þyrfti manninn til Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina