Rússneskar vélar í íslenskri lofthelgi

Rússneskar sprengjuflugvélar komu upp að austurströnd Íslands í dag í fyrsta skipti í fimmtán ár. Norskar og breskar orrustuþotur voru tafarlaust sendar gegn þeim. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þetta er í fyrsta skipti í ein fimmtán ár sem langdrægar, rússneskar, sprengjuflugvélar leggja leið sína hingað. Íslenska flugstjórnin sendi út tilkynningar um flug sprengjuflugvélanna til véla í áætlunarflugi í kringum landið. Þessum upplýsingum var einnig beint til rússnesku vélanna til þess að vernda flughæðir farþegavélanna, samkvæmt frétt Stöðvar 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert