Lýsa yfir stuðningi við áskorun fangavarða á Litla Hrauni

Bæjarráð Árborgar samþykkti í dag að lýsa yfir eindregnum stuðningi við áskorun starfsmanna fangelsisins að Litla Hrauni um að farið verði í enn frekari uppbyggingu á fangelsinu en nú eru áform um. Þetta kemur fram í samþykkt bæjarráðs. Þar segir einnig að bæjarráð hvetji ríkisvaldið til að skoða málið af fullri alvöru og þá lýsir bæjarráð sig tilbúið til samráðs um slíka uppbyggingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina