Nemendur Langholtsskóla fá loks skólalóð

Nemendur Langholtsskóla er farið að lengja eftir endurbótum á lóð skólans enda segja sumir foreldrar að lóðin hafi lítið breyst frá því að þeir voru nemendur í skólanum. Anna Sigurrós Steinarsdóttir, nemandi í sjöunda bekk, tók málin í eigin hendur og hringdi bæði í borgarstjórann og Morgunblaðið.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa, Morgunblaðið fjallaði um málið í blaðinu í dag og borgarstjóri mætti til fundar með nemendum og kynnti fyrir þeim teikningar að nýrri skólalóð, sem fjallað var um á fundi borgarráðs í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina