Dýrast að búa á Íslandi

Á Íslandi eru lífskjörin mikil, veðrið misjafnt og verðlagið hátt.
Á Íslandi eru lífskjörin mikil, veðrið misjafnt og verðlagið hátt. mbl.is/Jim Smart

Ísland er dýrasta land í heimi samkvæmt tölum sem Alþjóðabankinn hefur birt í viðamikilli rannsókn á stærð hagkerfa heimsins, en tölurnar miða við árið 2005. Fram kemur að það sé 54% dýrara að búa á Íslandi miðað við Bandaríkin, séu þau sett sem viðmiðunargildi (=100).

Danir koma í öðru sæti, en þar er 42% dýrara að búa heldur en í Bandaríkjunum.  

Fimmtán Evrópuríki eru á lista yfir 20 dýrustu ríki heims. Japan er dýrasta land utan Evrópu, en þar er 18% dýrara að búa heldur en í Bandaríkjunum.

Ísland er meðal ríkustu landa heims ef lífskjörin eru skoðuðu útfrá neyslu heimilanna í landinu.  

Ef litið er til fátækustu landa heims þá kemur í ljós að í 40 löndum er verðlagið 60% ódýrara en í Bandaríkjunum. Neðst er Tadsjikistan en Gambía og Eþíópía eru skammt undan.

Listi yfir 20 dýrustu löndin (Bandaríkin sett sem viðmiðunargildi =100):

 1. Ísland - 154
 2. Danmörk - 142
 3. Sviss - 140
 4. Noregur - 137
 5. Írland - 127
 6. Svíþjóð - 124
 7. Finnland- 122
 8. Japan - 118
 9. Bretland - 118
 10. Frakkland - 115
 11. Lúxemborg - 115
 12. Belgía - 112
 13. Holland - 112
 14. Þýskaland - 111
 15. Austurríki - 109
 16. Ítalía - 109
 17. Nýja Sjáland - 108
 18. Ástralía - 106
 19. Kanada - 100
 20. Bandaríkin - 100
Listi yfir 20 ódýrustu löndin:

 1. Tadsjikistan - 24
 2. Gambía - 26
 3. Eþíópía - 26
 4. Laos - 28
 5. Kirgistan - 28
 6. Egyptaland - 28
 7. Bólivía - 28
 8. Víetnam - 30
 9. Íran - 30
 10. Kambódía - 31
 11. Paragvæ - 32
 12. Pakistan - 32
 13. Nepal - 32
 14. Madagaskar - 32
 15. Búrúndí - 32
 16. Úkraína - 33
 17. Malaví - 33
 18. Moldavía - 35
 19. Bangladess - 35
 20. Aserbaídsjan - 35
Nánari upplýsingar eru á vef Alþjóðabankans.
mbl.is

Bloggað um fréttina