Leggja til loðnuveiðistöðvun

Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar leggja til að loðnuveiðar verði stöðvaðar nú þegar.
Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar leggja til að loðnuveiðar verði stöðvaðar nú þegar.

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til við sjávarútvegsráðherra, að loðnuveiðar verði stöðvaðar nú þegar. Sérfræðingar stofnunarinnar gengu á fund sjávarútvegsráðherra í dag og tilkynntu honum þetta. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs, segir ekkert annað hafa verið í stöðunni.

Tillögurnar voru lagðar fyrir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra nú fyrir stundu og hefur hann þær til skoðunar.  

Segir Þorsteinn að staðan sé mjög alvarleg og að hann vonist til að ráðherra fari að ráðum stofnunarinnar.

„Það var ekkert annað í stöðunni, það fundust ekki nema 200.000 - 270.000 tonn, sem er langt undir þeim 400 þúsund tonnum sem skilja á eftir til hrygningar." 

Áfram verður leitað að loðnunni og hefur ekki verið útilokað að hún muni finnast á endanum. Ekkert er þó ákveðið hversu lengi verður leitað.

„Loðnan hefur sýnt á sér margar hliðar, og við tökum þess vegna bara einn dag í einu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert