Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra.
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. Árvakur/Frikki

Pistill á bloggsíðu Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, kom til umræðu á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks nú síðdegis, að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins. Í pistlinum fjallar Össur um Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og segir m.a. að hann liggi í pólitísku blóði sínu fyrir eigin tilverknað og eigi sér varla afturkvæmt nema kraftaverk gerist.

Össur segir að eftir skoðanakönnun, sem birt var í gærkvöldi um hverjir menn vildu sjá sem borgarstjóraefni sjálfstæðismanna, sé ferill Gísla Marteins í raun búinn. „Hann á engan séns í leiðtogasætið, og fær að híma í nefndum fram að prófkjöri, sem hann verður varla svo vitlaus að fara í til þess eins að hrynja niður listans í stöðu hins dauða hross sem allir munu beita svipu sinni og pískum á."

Vefsíða Össurar

mbl.is

Bloggað um fréttina