Lenti vegna hjartveiks farþega

Farþegaflugvél frá bandaríska flugfélaginu United lenti í gær á Keflavíkurflugvelli vegna fransks farþega, sem fékk hjartakast.

Vélin var að koma frá Frankfurt í Þýskalandi á leið til Chicago í Bandaríkjunum. Farþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á Landsspítalann í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina