Vorboðinn hrjúfi þegar kominn

Fyrstu farfuglarnir eru farnir að láta á sér kræla og sást til að mynda til sílamávs, sem einnig er nefndur vorboðinn hrjúfi, á Suðvesturlandi fyrir tveimur vikum sem er örlítið fyrr en í meðalári, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Einnig hafi þegar sést til tjalds á Seyðisfirði og skógarþrastar.

Jóhann Óli segir langflesta farfugla koma í apríl, þótt einhverjir komi fyrr; skúmurinn ætti að vera kominn og von sé á álftinni, grágæsinni og skúföndinni fljótlega. „Vorboðinn ljúfi, lóan sjálf, ætti síðan að láta sjá sig fljótlega eftir páska,“ segir Jóhann Óli. Krían kemur lengst að af farfuglunum en hún fer hringinn um Suðurskautslandið. Fuglarnir reyna að velja hagstætt veður og meðbyr þegar þeir leggja í flugið yfir hafið. „Áttirnar geta hins vegar alltaf snúist á leiðinni og því verða alltaf töluverð afföll í hópi smáfugla, vaðfugla og spörfugla, sem ekki geta sest á sjóinn til að hvíla sig,“ segir Jóhann Óli. Í góðu veðri með meðvind taki aðeins sjö til átta klukkustundir fyrir fuglana að fljúga frá Bretlandseyjum til Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »