Hækkar matarverð allt að 30%?

Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna sagðist, í kvöldfréttum ríkisútvarpsins, ekki verða undrandi þó að verð matvöru hér á landi hækki jafnvel 20-30% á næstu vikum eða mánuðum.

Framkvæmdastjórinn sagði kaupmenn alveg klára á sinni ábyrgð og þeir hefðu ekki áhuga á að maka krókinn í þessu sambandi, en vegna gengisbreytinga að undanförnu, hækkunar á matvöru erlendids og nýgerðum kjarasamningum - sem væru fyrirtækjum í verslun og þjónustu tiltölulega dýrir - væri komin töluverð þörf á hækkunum.  Hann nefndi að evran hefði hækkað um 30-35% gagnvart krónunni frá áramótum og einnig að verð á matvöru erlendis hefði hækkað mjög; tók sem dæmi að heimsmarkaðsverð á korni hefði hækkað um 30% á fimmtudaginn.

„Ég er ekki hissa á því, þó við ættum eftir að sjá - og verð að vera það  svartsýnn miðað við stöðuna eins og hún er í dag, en vonandi breytist það; að við sæjum 20-30% hækkun á matvöru á næstu vikum og mánuðum. Það kæmi mér ekki á óvart, því miður,“ sagði Andrés í samtali við RÚV.

ð er

mbl.is

Bloggað um fréttina