Margrét Pála og Viðskiptaráð hljóta frelsisverðlaun

Margrét Pála tekur við verðlaununum.
Margrét Pála tekur við verðlaununum. mbl.is/Árni Sæberg.

Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar, og Viðskiptaráði Íslands voru í dag veitt Frelsisverðlaun SUS, sem telur að Margrét hafi „með störfum sínum verið framúrskarandi fyrirmynd öllum þeim sem í krafti eigin hugmyndaauðgi og dugnaðar skapa nýja valmöguleika fyrir meðborgara sína og stuðla þannig að bættu samfélagi.“

SUS (Samband ungra sjálfstæðismanna) veitir verðlaunin til heiðurs Kjartani Gunnarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Í tilkynningu frá SUS segir:

„Að mati SUS hefur Margrét Pála með störfum sínum verið framúrskarandi fyrirmynd öllum þeim sem í krafti eigin hugmyndaauðgi og dugnaðar skapa nýja valmöguleika fyrir meðborgara sína og stuðla þannig að bættu samfélagi. Margrét Pála er sannur frumkvöðull og hefur ekki ráðist á garðinn sem hann er lægstur heldur stundað nýsköpun sína í atvinnugrein þar sem hið opinbera hefur löngum verið plássfrekt. Það hefur því þurft einarðan vilja, óbilandi sjálfstrú og þrautseigju til þess að koma á fót því glæsilega fyrirtæki sem Hjallastefnan er. Það er afrek Margrétar Pálu að bjóða upp á raunverulegan valkost í menntakerfinu. Þannig geta foreldrar tekið afstöðu til þess hvaða aðferðir þeir telji bestar í þeim uppeldisstörfum sem unnin eru á leikskólum og í grunnskólum.

Nokkurrar tortryggni gætir í garð frjáls framtaks í menntamálum og því hefur hið farsæla hugsjónar- og frumkvöðlastarf Margrétar Pálu verið framúrskarandi rökstuðningur fyrir yfirburðum einkaframtaksins. Frjáls markaðsbúskapur á sína bestu bandamenn ekki aðeins í þeim sem tala mest um kosti hans heldur ekki síður hjá þeim sem með störfum sínum sýna fram á yfirburði kerfisins til þess að framleiða verðmæti og auka fjölbreytileika í samfélaginu. Þannig hefur Margrét Pála áorkað meiru í þágu þessarar hugmyndafræði heldur en flestir þeir sem ljá málstaðnum lið með málflutningnum einum saman.

Viðskiptaráð Íslands fagnaði á síðasta ári því að 90 ár eru liðin frá stofnun samtakanna. Samtökin hafa frá stofnun verið vettvangur þar sem ríkt hefur trú á markaðsbúskap og athafnafrelsi. Á síðustu árum hefur Viðskiptaráð verið mikill aflvaki nýrra hugmynda um hvernig unnt sé að auka hag íslensku þjóðarinnar. Metnaðarfullar tillögur ráðsins hafa vakið verðskuldaða athygli og verið kveikja málefnalegrar umræðu um nýjar og frumlegar hugmyndir. Í tilefni 90 ára afmælis samtakanna var gefið út rit þar sem tæpt var á 90 hugmyndum sem myndu í framkvæmd auka samkeppnishæfni Íslands. Er skemmst frá því að segja að þessar hugmyndir eru mjög í anda þeirrar stefnu sem Ungir sjálfstæðismenn berjast fyrir. Þótt yfirlýst markmið Viðskiptaráðs sé að berjast fyrir hagsmunum viðskiptalífsins - en markmið ungra sjálfstæðismanna sé að berjast fyrir hagsmunum einstaklinga - þá vill svo vel til að þessi tvö markmið fara vel saman. Þannig eru áherslur Viðskiptaráðs um frjálsræði í viðskiptum, lágmörkun opinberra afskipta og hagfellt skattaumhverfi í senn vænlegar fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Enda er frjálst og öflugt atvinnulíf grundvöllur velferðar og forsenda þess að einstaklingarnir geti nýtt hæfileika sína til fulls.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Víða hált á vegum landsins

22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósaskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðar Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund króna úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »
HEIMA ER BEZT
Heima er bezt tímarit Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift www.heimaerbezt.n...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...