Umhverfisráðherra „brást hlutverki sínu“

Árni Finnsson.
Árni Finnsson.

Umhverfisráðherra verður að standa í
fremstu víglínu til varnar náttúru landsins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir brást
því hlutverki sínu með úrskurði sínum í dag um kæru Landverndar, segir Árni Finnsson, talsmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Árni segir að það sé „góð hugmynd hjá Þórunni“ að vilja stjórnarskrárbreytingu til að efla náttúruvernd, en „umhverfisráðherra verður að standa standa í fremstu víglínu til varnar náttúru landsins. Þórunn Sveinbjarnardóttir brást því hlutverki sínu með úrskurði sínum í dag um kæru Landverndar. Hún tók ekki einu sinni efnislega afstöðu til kærunnar heldur vísaði henni bara frá eftir að málið hafði velkst í ráðuneytinu í nær sex mánuði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert