Meirihlutasamstarfi slitið í Bolungarvík

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. mbl.is/Gunnar

Meirihlutasamstarfi A-lista og K-lista í Bolungarvík var slitið í gær. Anna Guðrún Edvardsdóttir, fulltrúi A-lista, Afls til áhrifa, segir að þetta hafi verið ákveðið á fundi í gær. „Hér hefur verið kraumandi undirliggjandi ágreiningur sem hefur ekki farið upp á yfirborðið,“ segir Anna. Trúnaðarbrestur og ágreiningur í samstarfinu hafi farið stigvaxandi.

Anna segir ágreininginn einkum hafa lotið að yfirlýsingum fulltrúa K-lista um ýmis stór mál, eins og olíuhreinsunarstöð, sem kynntar hafi verið sem afstaða bæjarstjórnar. Þetta hafi verið gert án þess að bæjarstjórn hafi ályktað um málið. Óumflýjanlegt hafi verið með tilliti til hagsmuna bæjarfélagsins og íbúa þess að slíta samstarfinu.

K-listamenn hafa haft þrjá fulltrúa í bæjarstjórninni, en A-listi einn fulltrúa. Þá var Grímur Atlason ráðinn bæjarstjóri eftir kosningarnar 2006.

Anna segir óráðið hvað taki við. Það verði að koma í ljós á næstu dögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »