Rétt aðferð við beitingu piparúða

Mörgum sem fylgdust með útsendingu frá átökum lögreglu og mótmælenda við Rauðavatn í síðustu viku brá þegar lögreglumenn gengu fram með miklum hrópum og beittu piparúða á suma mótmælendur. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins og segir hann viðbrögð lögreglumanna við þessar aðstæður þaulæfð og þjóna mikilvægum tilgangi.

„Vinnubrögðin eru skipulögð og lúta lögreglumenn ströngu boðkerfi skipana þar sem yfirmaður á staðnum stýrir því hvað skuli gera hverju sinni. Aðferðir okkar eru þær sömu og notaðar eru í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við og alltaf leitumst við við að grípa ekki til sterkari meðala en tilefni er til.“

Áður en úðanum var beitt segir Arnar Rúnar að mótmælendur hafi ítrekað verið varaðir við að piparúði yrði notaður. „Okkar markmið er ekki að reyna að klekkja á neinum og við gætum þess að almenningur hafi alltaf útgönguleið. Til þess að svo verði upplýsum við mótmælendur fyrirfram um hvað við hyggjumst gera, hvort sem beita á úða eða kylfum, og veitum þeim þannig tækifæri til að yfirgefa svæðið án átaka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »